Búnaðarrit - 01.01.1930, Page 54
46
BÚNAÐARRIT
verið lítill og mjög ósamræmislega byggður, vegna þess
að hann hafi verið vanfóðraður og uppkreistur, en hinn
að sjá mikið betri kind. Sá fyrri, svo og allar skepnur,
sem eru undir meðallag, eru kallaðar undirbrigði,
en sá slðari, svo og allar skepnur, sem eru yfir meðal-
lag. eru kallaðar yfirbrigði.
Áður var álitið að maður gæti, með góðri meðferð,
haft áhrif á arfgengið. Nú vitum við að þetta er ekki
tilfellið. Með meðferðinni getum við ekki
þokað erfðaeðlinu um fet, ekki haggað því
vitund. Svelti, uppkreistingur, eldi, stríðeldi, hefir alls
engin áhrif á eðli kynsfrumanna, ef skepnunni líður svo,
að þær á annað borð myndist, þá myndast þær með
sinu erfðaeðli, og um það verður engu þokað.
Þetta útsbýrir, vona ég, fyrir mörgum þau vonbrigði,
sern menn hafa iðulega orðið fyrir við að nota fallegar
skepnur til undaneldis. Þær hafa verið eldis-yfirbrigði,
en ekki með meira en meðal erfðaeðli, það var meinið.
Margir, sem keypt hafa að hrúta, úr stöðum sem vel er
farið með féð og landgæði eru mikil, þekkja þetta.
Hin dæmin eru þá líka til, að undan skepnum, sem
þóttu allt annað en fallegar eða góðar, hafi komið góð
afkvæmi. Þar hefir erfðaeðlið verið gott, en meðferðin
verið þann veg, að það naut sín ekki í útliti skepn-
unnar.
Þess vegna er mjög nauðsynlegt að fara vel með
skepnur, þótt þær verði ekki kynbættar á þann veg.
Einungis með því sézt það, sem í skepnunni býr. Og
lítill vegur er, að mynda sór skoðun um hana, sem fari
nærri réttu, þegar það sózt, en enginn, ef henni er að
eins haldið lifandi, eu ekki gefin nein skilyiði til að
sýna sitt rétta eðli.
Öfluð, eða ásköpuð, köllum við þau ytri ein-
kenni, sem á skepnuna eru sett með meðferð, en sem
ekki eru til erfðavísirar fyrir í eðli hennar. Þeir geta
verið greinilega aflaðir, eins og hornalag hjá vaninhyrndu