Búnaðarrit - 01.01.1930, Qupperneq 55
BÚNAÐARRIT
47
•íé, horn brennd af á nautgripum, og þeir þannig gerðir
kollóttir o. s. frv. En þeir geta líka blandast svo saman
við erfðaeðlið í ytra útlitinu, að ómögulegr sé að greina
þar á milli. Þar undir má t. d. nefna stærð af eldi,
ullarvöxt, sem fer mjög mikið eftir meðferðinni o. fl. o. fl.
Aflaðir eiginleikar erfast aldrei. Það
þýðir því ekki að venja þá á skepnur, til þess að koma
'þeim á afkvæmin. Því er það t. d. heimska, að vera
að brenna horn af nautum, í von um að afkvæmin
verði frekar kollótt, og hálfgerð svik að kalla slik naut
kollótt. Það er líkt eins og við færum t. d. að lita ull-
ina á fénu bláa, í von um að þá kæmi að þvi, að við
færum að fá blá lömb.
Af trú á aflaða eiginleika, og eifðir þeirra, er það,
að menn halda að þegar skepnan eldizt, þá sé hún orðin
ófær til að geta sér afkvæmi. Þess vegna segja menn
að ekki megi ala undan hrút eða á, sem afturför sé
komin í, og þess vegna eigi að ala undan kúnum og naut-
unum, þegar þau séu á bezta aldrinum. Menn hafa sem
sé gengið út frá, að ytra útlitið erfist, en ekki ertða-
eðlið. En af þvi, sem á undan er búið að segja, vona
•ég að menn sjái, að það er erfðaeðlið sem erfist, en
ekki ytra útlitið, nema að því leyti sem það er sprottið
af erfðaeðlinu. Kynsfrumurnar fá engan hornátu-erfðavísir
í sig, þó ærin sé búin að fá hornátu, ekki fremur en
sæðisfrumur sköllótta mannsins fá í sig erfðavísir til
skalla. Hitt er annað mál, að erfðavísir getur legið til
grundvallar fyrir því, hvað hornátan kemur
snemma, og eins er með skaliann.
Það er því ekkert annað en hjátrú, dæmt eftir því,
sem við nú vitum réttast, að hætta t. d. að nota góðan
hrút, þótt það sé farin að sjást á honum afturför, eða
að setja ekki á gimbrarlömb undan beztu ánum, þótt
þær séu komnar til ára sinna, og jafnvel sé farið að
telja ártalið með tveim tölustöfum.