Búnaðarrit - 01.01.1930, Blaðsíða 58
50
BÚNAÐARRIT
skepnurnar séu valdar, en hinar, sérstaklega ef víkjandi
eiginleikinn er eftirsóktur.
En jafnvel þótt nokkuð megi ná með þessari leið,
verður nánast að líkja henni við skollablindu. Aldrei er
að vita hvað maður hreppir, og það er sárgrætilegt að
þurfa nú, 1930, að nota hana á öllum sýningum lands-
ins, sem aðal-leið, þegar dæma á um nothæfl undan-
eldis-skepna. En við erum nú ekki komnir lengra, og
við því er ekkert að gera. En yflr það stig ættum við
að komast fljótlega.
Betra en hóp-úrvalið er úrval byggt á ætterni,
samhliða ytra útliti. Ætternið gefur bendingar
um hvert erfðaeðlið sé. En það gefur aldrei meira. Og
það kemur af því, að við sjáum ekki erfðaeðlið eftir
ætterninu, eins og ættbókar-færslunni heflr verið hagað.
Sérstaklega gildir þetta um sauðfé og hross. Þar er
sjaldnast í ættbókunum skráð um þá eiginleika, sem
hafa gert skepnuna arðsama, og kynbótagildi hennar er
mest undir komið. Með kýr er þó nokkuð langt síðan
að farið var að nefna nythæðina í ættbókunum, en ekki
var það gert alstaðar í fyrstu.
En auðvitað þarf, til þess að geta rent grun í hvort
skepnan muni vera kynhrein hvað þá erfðavísira snertir,
að vera sagt í ættbókinni hvernig hún hafi reynst í því
efni. T. d. er ekkert gagn að, þótt menn viti ærnafn á
móður einhvers hrúts, ef ekki liggja fyrir upplýsingar
um hvernig lómb hún geiði, samanborið við aðrar ær,
hvernig hún þreifst, hve hún var þung, hvernig bygging
hennar var o. s. frv. Úrval byggt á ætterninu fyrst og
fremst, en svo á reynslu sjálfra skepnanna, það á að
verða sá grundvöllur, sem byggt verður á í framtíðinni.
Til þess að geta það, þarf fyrst og fremst að halda
góðar ættartölubækur, sem um leið og þær sýni ættina,
sýni í einhverju mælanlegu ástandi þá eðliskosti skepn-
unnar, sem mestu ráða um arðsemi hennar.