Búnaðarrit - 01.01.1930, Síða 60
52
BljNAÐARRIT
Mjólkaði að 8. kálfi 3290 kg meö 4,05°/o feiti.
— — 9. — 3200 — — 3,50— —
— — 10. — 3280 — — 4,05— —
Móðir: Stássa.
Fædd 1899 á Loftsst.
Mjólkaði að 8. kálfi 2774 kg með 4,05°/o feiti.
— — 9. — 2500 — — 4,00— —
Lét kálfi 10. — 1778 — — 4,10— —
Mjólkaði að 11. — 2891 — — 3,30— —
— — 12. — 28*2 — — 3,40— —
— — 13. — 2492 — — 3,50— —
Um föður og móður Brands sjá bls. 63, en um for-
eldra Rauðs, föður Stássu, veit ég ekkert.
Á þessu varð því að byggja dóm um, hvernig Kópi
myndi reynast. Hver og einn getur myndað sér hann,
en áreiðanlega getur enginn myndað sér þá skoðun, að
hann sé eins góður og raun ber vitui um (Sbr. 22. mynd).
Mjólk dætra hans er mjög misfeit, en feitin er svo
sjaldan rannsökuð í félögunum, að ekki má byggja
mikið á henni. Næst að taka hana sem bendingu. Ég
birti því ekki skrá yfir hana hér. Annars er þess að
geta, að saman eru borin hjá mæðrum og dætrum
sambærileg ár, þ. e. a. s. ár, þegar þær eru jafn gamlar
og hafa átt jafn marga kálfa hver. En með því verður
ekki taðan eins, því hún er misjöfn frá ári t.il árs, en
þessum kúm hefir aldrei verið gefinn fóðurbætir. En
þegar dæturnar eru orðnar fullorðnar, eins og dætur
Kópa eru nú, svo hægt er að gera samanburðinn yfir
fleiri ár, þá gætir þessa auðvitað litið, og illt að segja
hvernig. Til þess að samanburðurinn væri nákvæmur,
þyrftu kýreigendur að vera búnir að læra að fóðra með
fóðurbætir, þegar þess þarf, svo fóðrið setti aldrei tak-
mörk fyrir því, hve mikið kýrin mjólkaði. En því er nú
ekki að fagna enn sem komið er.