Búnaðarrit - 01.01.1930, Qupperneq 63
btJnaðarrit
B5
Hefðu foreldrar þeirra verið hreinkynja, hefðu þeir
átt að hafa sama erfða-eðli. En svo hefir nú ekki verið.
Að lit hafa þau verið óhrein, enda verður annar svartur
en hinn rauðhuppóttur, og annar kollóttur, en hinn
hyrntur.
Brandur, faðir þeirra, var bröndóttur. Hann hefir því
haft erfðavísir til svarts og rauðs litar, en auk þess
erfðavísirinn, sem gerir að bröndótti liturinn sézt, eða
að svarti og rauði liturinn dreifast á ákveðinn hátt um
skrokkinn. Þann erfðavísir viiðist hvorugur sonanna hafa
fengið, að minnsta kosti sézt hann ekki. í Grana hylur
það svarta frá Brandi það rauða frá Rós, en þó hefir
rauða litsins gætt í gegn, því Grani er sagður mó-
svartur. En Blettur hefir aftur fengið rautt frá Brandi,
því ella hefði hann orðið svartur, kolóttur eða brönd-
óttur, hefði hann líka fengið þann erfðavísir, sem gerir
að rautt og svart sézt sem bröndótt. Ekki veit ég hvort
Brandur hefir verið kollóttur, það getur verið sem vill.
En hafi svo verið, hefir bæði hann og Rós verið óhrein
hvað horn snerti. Það sýnir Blettur, sem veiður horn-
óttur. Þó gæti Blettur verið eitt af þeim karldýrum,
sem horn sjást hjá, þótt erfðavísir til þeirra sé í ein-
íöldum skamti, og þyrfti þá ekki nema annað foreldrið
að hafa haft hulin horn. Hafi aftur Brandur verið
hyrndur, þá getur Rós hafa verið hrein kollótt, en þá
væri Blettur með horn frá einföldum erfðavísir til horna
frá Brandi. Þetta sýnir að þetta hefir getað verið á fleiri
vegu, en hefðu nú allir kálfar dætranna undan þeim
verið athugaðir, þá hefði mátt finna þetta. En það hefir
nú ekki verið gert, enda hefir litur og horn hvorugt
mikla þýðingu um arðsemi gripanna.
En foreldrar þeirra hafa ekki heldur verið hreinir
hvað nythæð snertir, og sézt það ljóst á 23. og 24. mynd.
Á þeirri 22. sjást dætur Grana. Þrjar þeirra mjólka
minna en mæður þeirra geiðu, tvær eins, og hinar allar
meira. Aftur mjólka 11 dætur Bletts minna en mæður