Búnaðarrit - 01.01.1930, Síða 68
60
BÚNAÐARRIT
svo lengi, a8 vissa sé fengin á erfða-eðli þeirra, áður
en þeim er lógað. Og sýni það sig, þegar kýrnar undan
nautunum fara að vaxa upp og búið er að bera þær
saman viö mæöur sínar, að eitthvert naut sé kynhreint,
þá á aö nota það til undaneidis mjög lengi.
Þetta er í stuttu máli leiðin, sem fara á. Það er
heimska, að hugsa ekkert um þetta. En því er ver að
það er tij. Komið hefi ég þar í hrepp, sem ég átti aö
velja framtíðar-naut handa hreppnum úr kálfum, sem
sýndu nokkuð föðurinn. Þriðjungur þeirra var lekur, og
nokkrir af hinum dulgengir. Og sem svar við spurning-
um mínum um föðurætt þeirra, upplýstist að faðir
þeirra flestra var rauður kálfur, sem af tilviljun hafði
verið eftir að slátra um haustið, þegar menn rumskuðu
og áttuðu sig á, að það þyrfti að halda kúnum næsta
vetur. Og móðir hans var lek og komst í 7 merkur
eftir 3. kálf, en var ekki reynd frekar, nema til átu.
Og undan slíku nauti átti að ala lífkálfa. Hér þarf að
veröa stefnubreyting.
Það er líka vitleysa, eins og þó eru nokkur dæmi til,
að sækjast eftir að kaupa dýr naut að, þaðan sem menn
halda að kýrnar séu betri en hjá sér, en rannsaka ekki
fyrst hvernig heima-kýrnar eru. Það er til, að
notuð hafa verið langt aðkeypt naut, en enginn getur
sagt um hvernig þau hafl reynst, því engar skýrslur
eru haldnar yfir kýrnar, hvorki fyr né síðar. Saman-
burður fyr og nú, því út í loftið. Kúabúin eru nú svo
lítil víðast hvar, aö hver einstakur bóndi getur ekki
gert neitt verulegt til umbóta kyninu, nema i félags-
skap við aðra. Þess vegna eiga nautgriparæktarfélög að
vera í hverri sveit.
Eftir sömu Jeiðum þarf að kynbæta sauðféð. Og þarf
þá fyrst að setja á líflömbin, eftir því hvernig þau eru
ættuð. En mjög fer því fjarri að það sé gert nú, og er
margt sem veldur. (Skilningsleysi, ám ekki haldiö, lömb
ekki merkt, kæruleysi og trú á hóp-úrvaliö).