Búnaðarrit - 01.01.1930, Page 78
70
BÚNAÐARRIT
því til fyrirstöðu að svo geti verið. (Sbr. t. d. svartan
lit hjá sauðfé). Málið þaif því rannsóknar. Það þarf að
gera tilraun, og hana má gera í byggðum eyjum hér
við land, eyjum, sem fé aldrei er flutt til lands úr. Þar
er ekki sýkingaihætta, nema á því fé, sem í eyjunum
er, og ef það er ekki nema nokkur hundruð, er skað-
inn ekki mikill, þó sýking yrði, sem raunar ekki þarf
að koma fyrir, ef vel er á haldið. En þó það sé víst,
að oft má fá góðar notkunar-skepnur með kynblöndun,
þá er hitt jafn vist, að góðar kynbóta-skepnur fást ekki
þannig. Þaif ekki annað en benda á hvernig eiginleik-
arnir eða eifðavisirarnir til þeirra klofna í öðrum lið
kynblöndunarinnar og næstu liðum, til þess að hver
maður sjái þetta.
En með kynblöndun hafa samt verið mynduð kyn.
Hafa þá úr blöndunar-liðunum verið valdir einstaklingar,
oft gegn um áraraðir, og þeir beztu af þeim siðau rækt-
aðir saman við skyidleikaiækt. Hefir þá oft heppnast
að fá fram ný föst kyn, sem höfðu eifða-eðli, sem var
með vissum erfðavísirum frá hvoru kyni, og er þetta
auðskilið út frá bogteinabrotunum, sem minnst er á
í grein þessari héi að framan.
En æfinlega hafa þeir, sem þetta hafa gert, fengið
hópa af einstaklingum, þar sem eiíðavísirar kynjanna
höfðu sameinast allavega öðruvísi en til var ætlast, og
að var stefnt, og sem gerðu viðkomandl skepnur arð-
litlar. Mætti í því efni nefna mörg dæmi, en þess gerist
ekki þörf.
Þó má t. d. benda á Coriiedals-féð í Ameiíku, sem
til er oiðið við blöndun á Boiderleicester-fé og Merinos-
fé. Það er oiðið nokkuð fast og likist hvorugu, eins og
sézt á 31.. 32. og 33. mynd. — 34. mynd sýnir ætt
af því og stofnkynjunum báðum.
Á sama hátt er Dala-íéð og Rogalands-féð í Noregi
myndað af blöndun á enskum kynjum. 0g Mele-féð í
Frakklandi við blöndun milli Meiinos- og enskra kynja.