Búnaðarrit - 01.01.1930, Page 83
BIÍNAÐARRIT
75
rætt um jurtirnar, enda þótt dæmin þaðan séu fleiri og
gleggri, og sjálft arfgengislögmálið nú orðið notað þar í
jurtakynbótastarfinu mjög mikið.
Ég vona að þeim, sem lesa grein þessa með athygli,
verði Ijóst, að margt þarf að breytast í kynbótastarfi okkar.
Hóp úrvalið þarf að hverfa. Æi.tartölur þuifa að fást.
En um fram allt þurfum við að læra að nota reynsluna
á undaneldis-skepnunum, til að finna eifða-eðli þeirra,
og bera gæfu til að finna það, áður en skepnurnar eru
dauðar, svo við getum sem lengst og bezt hagnýtt
okkur þær, sem góðar eru.
Og ég vona að menn, af því sem ég hefi sagt, skilji
betur en áður, hve valt það er að byggja á ytra útlit-
inu einu saman, eins og oftast verður að gera nú.
Ég er ekki í vafa um það, að í okkar búfé eru erfða-
vísirar, sem ef þeir eru festir og sameinaðir rétt, gera
það aiðsamt, og það svo aiðsamt, að okkur er engin
þörf á að sækjast eftir erfðavisirum úr eilendum kynj-
um. En að festa þá hreina hjá einstaklingunum, það
eigum við eftir að gera, og að því veiðum við að
snúa okkur.
Páll Zóphöníasson.