Búnaðarrit - 01.01.1930, Síða 85
BÚNAÐARRIT
77
samur og alls ekki viðunandi. Lá því ekki annaö fyrir
en að endurtaka tilraunirnar og fá þeim lokið vorið
1929. Til þess var valinn staður á Blikastöðum í Mos-
fellssveit og byrjuðu tilraunirnar þar 12. júní, að við-
staddri verkfæranefnd Búnaðarfélags íslands, og var
haldið áfram næstu daga.
Tilraunasvæðið var meðal-seig framræst mýri, austan
við veginn er liggur heim að Blikastöðum. Hallar mýr-
inni lítið eitt mót vestri. Aðallega var gerður saman-
burður á þessum fjórum tegundum: Lúðviks saxherfi
með 9 krossum og 6 hnífum í hverjum krossi, Hankmo
Nr. 1, Rúðólfi 8 krossa og diskaherfi 8 diska, frá Rud.
Sack. Auk þess var notað 9 fjaðra fjaðraherfi að nokkru
með öllum herfunum. — Eru þetta allt samskonar herfi
eins og reynd voru 1927, nema diskaherfið, það bættist
í hópinn. Um gerð hinna herfanna vísast til skýrslunnar
í 42. árg. „Búnaðarritsins".
Diskaherfi R. S. 8 (frá Samb. isl. samvinnufélaga).
Herfið er með 8 diskum. Þvermál diskanna 42 cm
og millibii þeirra 16,5 cm. Vinnslubreidd þess er 118 cm.
Það er með framhjólum. Er þvermál þeirra 46,5 cm og
sporvídd 58 cm.
Á herfinu er að eins ein stillistöng, sem ýtir á báða
helminga þess, þegar skekkja skal herfið. Herfið er án
þyngdarskála. Það vegur 176 kg.
Þegar búið var að setja herfin saman, var tilrauna-
svæðinu skipt í 4 jafn stóra reiti. Var hver reitur 100 m
á lengd og 20 m á breidd. Lega þeirra var valin frá
norðri til suðurs, eins og plógstrengirnir lágu, og þess
vandlega gætt að allir reitirnir væru sem likastir til
vinnslu. Reitirnir voru síðan númeraðir og vestasti reit-
urinn, næst veginum, nefndur Nr. 1, en sá austasti Nr. 4.
Landið var nýlega plægt og voru plógstrengirnir ekki
orðnir mjög þurrir, og sæmilega vinnandi, þegar tilraun-
in byrjaði, en úr því var þurkur á degi hverjum og