Búnaðarrit - 01.01.1930, Page 88
80
BÚNAÐA.RRIT
eins og diskaherfið. Dró hann hnausana mjög sjaldan sam-
an í hrúgur og festi aldrei í sér hnausana, fyr en fór að
smækka í flaginu, þá fóru grashnausar að festast í herf-
ina, svo það snerist ekki, ók það þá á undan sér, eins
og hin herfin, en venjulega mátti lyfta því yfir beðjuna
og láta það skera úr sér. Með því nú að létta fargið
ofan í 50 kg og skekkja í 3, skoru, festist mjög sjaldan
í því og herfið vann vel.
Rúðólfi hættir stundum við að grfpa í strengjaendana
og snúa þeim við, svo grasið snúi upp. Tefur það
vinnsluna nokkuð.
Reitur Nr. 3 var þannig unninn:
Herfað með Rúðólfi og 4 hestum í 9 st. og 49 mín.
— — do. — 3 — - 1-----45 —
— — fjaðraherfi— 3 — - 40 —
eða samtals í 12 st. og 14 mín., sem samsvarar ein-
hestistímum í 46 st. og 31 mín.
Reitur Nr. 4. — Diskaherfi Rud. Sack.
Diskaheifið hlaut reit Nr. 4. Var þrem og fjórum hest-
um beitt fyrir það á vixl, eins og hin herfin, til þess
að ná sambærilegum tíma og hraða, en herfið var þyngt
strax í byijun allmiklu meira en hin herfin, án þess þó
að það virtist erfiðara eða þyngra í diætti en hin.
Þunginn var 125 kg, og var hann festur undir sæti
ofan á og aítanvert við diska, svo herfið var í góðu
jafnvægi.
Á 3 m langan batting, er lá þversum aftanvert við
diska, voru boltaðir tveir 1 5 m langir battingsbútar,
þannig að þeir mynduðu jafn-armaðan þríhyrning. í
topphorninu voru þeir boltaðir niður í gegnum herfis-
stöngina, framan við skekkingarstöng, en að aftan lágu
þeir á miðjum diskahelming, og var því grunnlínan
stytzt, tæpur meter. Sláin að aftan er höfð svo löng —
3 m — að endainir nemi niður, áður en herfið veltur