Búnaðarrit - 01.01.1930, Síða 97
bdnaðarrit
Notkun búfjáráburðar.
Þetta efni er hvorki nýtt né frumlegt, en að mínu
áliti eru að verða þær stefnubreytingar í búnaðarhátt-
um okkar, að full þörf er á að veita þessu atriði at-
hygli. Og mun ég síðar reyna að rökstyðja það hvers
vegna mér virðist nú, enn þá frekar en áður, nauðsyn
bera til fyrir íslenzka bændur, að athuga þetta mái
gaumgæfllega.
Frá því forfeður okkar námu hér land, fyrir hálfri
elleftu öld, og fram á þenuan dag, virðist alls engin
breyting hafa orðið á notkun áburðarins. Fornmenn töddu
tún sín, að því er virðist, aðallega á vorin, en þó ef
til vill eitthvað á öðrum árstímum. Ummæli farand-
kvennanna, í Njálu, þegar þær komu að Hlíðarenda
og skýrðu Hallgerði frá störfum húskarla Njáls, með
þessum orðum: „Eigi vissu vit, hvat sumir gerðu, en
einn ók skarni á hóla“. — „Hví mundi þat sæta“ var
svar Hallgerðar, hafa sumir skilið það þannig, að
áburðarnotkun hafi verið óþekkt fyrir þann tíma hér á
landi, og viljað eigna Njáli, að hann hafi fyrstur manna
notað áburð við jarðrækt. En slíkt nær vitanlega engri
átt. Áburðarnotkun var orðin almenn á Norðurlöndum,
löngu áður en ísland byggðist, og landnámsmennirnir
hafa flutt þá reynslu með sér til hinna nýju heimkynna,
og undir eins farið að rækta kringum hibýli sín. En
ekki er ólíklegt að jafn djúpvitur maður og Njáll var,
hafi reynt einhverjar nýjar aðferðir við áburðarnotkun-
ina og hnigi ummæli Hallgerðar að því. Ef með skarni