Búnaðarrit - 01.01.1930, Qupperneq 99
BÚNAÐARRIT
91
örlítiÖ athuga, hvað mælt getur með hvorri hinni að-
ferðinni. Hinar óliku skoðanir manna um, hvor aðfeiðin
sé betri, geta að nokkru leyti verið á rökum byggðar.
Sín aðfeiðin getur átt við í hverjum landshluta, vegna
þess hve veðráttan er breytiieg, en hún heflr afar mikil
áhrif á, hvernig áburðurinn notast, sérstaklega þegar um
ofanáburð er að ræða.
Samkvæmt þeim kunnleik, sem ég hefi, og eftir þeim
upplýsingum, sem ég hefi getað aflað mér, virðist haust-
breiðsla vera öllu tiðari á Suðurlandi, en vorbreiðsla á
Norðurlandi. Þó eru báðar aðferðirnar notaðar um allt
land, en í höfuðdráttum mun skiptingin þannig. Ef at-
huguð er veðrátta sunnan- og norðanlands, verður ljóst,
að þetta er þveröfugt við það, sem ætti að vera. Á
Norðurlandi liggur snjór yflr jörðunni ýmist allan vetur-
inn eða mikinn hluta hans. Snjórinn ver áburðinn íyrir
tapi, og er því lítil hætta á, að mikið af frjóefnum
skolist burtu yfir veturinn. Á vorin er oft þurkatíð á
Norðurlandi, það er þvi ekki nóg regn til þess, að hinn
vorbreiddi áburður geti leyzt í sundur og komizt ofan í
jarðveginn. Veiður því oft að raka miklu af því, sem á
túnin var flutt, af þeim aftur. Ef mokað væri úr að
haustinu gerðu slíkir þurkar miklu minna tjón. Áburð-
urinn kæmi að betri notum, túnin yrðu í betri rækt,
og þyldu þar af leiðandi þurkana betur. — Á Suðurlandi
er, eins og aikunnugt er, gagnstæð veðrátta. Þar er
víðast mjög snjólaust á vetrum. Áburðurinn liggur því
skjóllaus fyrir regni og hretvíðrum, sem eru mjög
t.ið á Suðurlandi á veturna. Vatnið, sem um jörðina
streymir, leysir upp auðleystustu efnin og flytur þau
burtu, en að eins það torleystasta verður eítir. Yflr
gróðrartimann á vorin er sjaldgæft að vöntun á regni
hái grassprettunni. Oftast er nægilegt regn til þess, að
áburður, sem fluttur er út að vorinu, getur komið að
notum þess vegna.
Samkvæmt þeasu ætti haustbreiðsla að vera heppi-