Búnaðarrit - 01.01.1930, Síða 103
BÚNAÐARRIT
95>
Getur þá aöallega verið um tvær aðferðir að ræða.
Plægja túnið með grasrót, bera áburð í og herfa hann
saman við. Láta svo gróa upp af sjálfu sér, eða sá
grasfiæi að einhverju leyti — eða eingöngu, ef svo sýnd-
ist. — Flestir munu hræddir við þessa aðferð, vegna
þess hve sáðsléttur og græðisiéttur hafa gefist misjafn-
lega. En oft mun það, hve slíkar sléttur hafa brugðist,
stafa af því, að þær hafa verið lagðar í lélegan jarðveg,
— og áburður sparaður um of, — en þær eiga fyrst
og fremst við í frjóum og myldnum, vel ræktuðum jarð-
vegi, og mundu því allra vissastar í túni í góðri rækt.
Hin aðferðin er að nota þaksléttu-aðferðina gömlu,
sem vel getur átt við, þar sem hreyfa skal slétta jörð,
þótt neyðarúrræði sé að nota hana við sléttun á þýfi.
Mesta verkið við þaksléttun er að rista ofan af. Sé um
því nær slétt land að ræða, má vinna það veik með
hestaverkfærum. Mikill flýtir er að rista ofan af með
plóg, þótt það sé ekki þægilegt áhald til slíkra hluta.
En létt verk ætti að vera fyrir hugvitsmann, að finna
upp handhægt áhald, til þess að rista ofan af með, sem
bæði væri fljótvirkt og ódýrt. Oft mundi óþarfl að plægja
undir þökum, en nóg að herfa áburðinn ofan í flagið
með góðu heifi og leggja svo strax yfir aftur. Yinnan
mundi því ekki mjög mikil með þessari aðferð, og full
uppskera mundi fast strax á fyrsta ári.
3. Hve löng umferðin mætti vera er ómögulegt að
segja um, enda sennilegt að slíkt yiði nokkuð breytilegt
á ýmsum stöðum. En á því veltur mikið um nothæfi
þessarar aðferðar. Það hefir afarmikið að segja hvort
bera þyrfti áburð í sama stykkið á 5 ára fresti, eða að
10 ár mættu líða á milli.
Reynslan hefir viizt sýna það, að aðalatriðið sé hve
mikill undirburðurinn er. Því meira sem borið er undir
þegar sléttað er, því fleiri ár fæst góð spretta. Ég held
það sé því ekki óvarlegt að álykta svo, að nokkur ár
megi líða á milli, ef vel er borið undir, þótt enginn