Búnaðarrit - 01.01.1930, Page 106
98
BÚNAÐARRÍT
sem búið er að gera. í stað þess að með núverandi
íyrirkomulagi ganga slétturnar úr sér — þýfast og hætta
að spretta. En almennt er lítið unnið að því, að endur-
bæta þær, þótt þær að nokkru leyti séu komnar í órækt
aftur.
Að endingu má benda á, að með þannig lagaðri
áburðarnotkun, mætti koma við sáðskipti að nokkru
leyti. Það mætti rækta rófur og kartöflur, ekki í sömu
görðunum áratug eftir áratug, eins og víðast er siður,
heldur til skiptis í skákum þeim, sem teknar yrðu tii
vinnslu. Slíkt sáðskipti hefir afarmikið að segja fyrir
öll þrif plantnanna, eðliseiginleikar jarðvegsins batna og
frjóefnin notast betur, og mundi því verða öflug lyfti-
stöng undir aukinni matjurtarækt.
Samkvæmt þvi, sem skýrt er frá hér að framan, er
það svo margt, sem mælir með því, að breytt sé tii um
notkun búfjáráburðarins, að ég álít að íslenzkur land-
búnaður geti ekki staðið sig við það — hvorki fjárhags-
lega né menningarlega — að ekki sé gerð tilraun til
þess að leysa úr þessum spurningum. Vitanlega dettur
mér ekki í hug að hvetja nokkurn til þess að taka upp
þessa aðferð, að órannsökuðu máli, enda mun íhalds-
semi bænda við fornar venjur hindra þá frá gönuhlaup-
um í þessu efni, eða öðrum nýjungum er búnað áhrærir.
En mér virðist að Búnaðarfélag Islands ætti að taka
þetta til alvarlegrar rannsóknar. Það ætti að styrkja
bændur til þess að gera slíkar tilraunir víðsvegar um
land allt. Gera nákvæman samanburð á ofanábreiðslu og
undirburði, svo að svar fengist við þeim spurningum,
sem talað er um hér að framan. Slíkar tilraunir sem
þessar þyrftu eðlilega að standa yfir í mörg ár, ef um
raunverulegan árangur ætti að vera að tala. Fyrirkomu-
lagið mætti hugsa sér þannig:
Ákveðið flatarmál — t. d. 1 dagslátta — er valið
sem tilraunasvæði. Við valið verður vitanlega að gæta
þ9ss sama og við alla aðra tilraunastarfsemi, að jarð-