Búnaðarrit - 01.01.1930, Síða 107
BÚNAÐARRIT
99
vegur og önnur skilyrði, sem jurtagróðurinn á við að
búa, séu sem líkust yfir allt svæðið. Tilraunasvæðinu er
svo skipt í tvo jafn stóra hluta. Síðan er öðrum hlut-
anum skipt niður í nokkrar jafn stórar skákir eða til-
raunareiti. Reitir þessir verða að vera jafn margir eins
og árin eiga að vera í hverri umferð. Við skulum gera
ráð fyrir að reynd væri 10 ára umferð. Á þann hluta
tilraunasvæðisins, sem ekki var skipt, er svo borið á
vanalegan hátt, ofan á grasrótina, ákveðinn skamtur af
búfjáráburði. 1 einn reitinn af hinum hlutanum berum
við sama áburðarmagn. Sama flatarmál þar, fær þá 10
sinnum meiri áburð en sá hlutinn, sem fær ofanábreiðslu.
Næsta ár fær næsti reitur sama áburðarmagn, en hinir
reitirnir innan þess hlutans, sem áburðurinn er plægður
niður í, fengju engan áburð. Eftir 10 ár væri búið að
fara eina umferð um svæðið. Báðir hlutar tilrauna-
svæðisins hefðu fengið nákvæmlega sama áburðarmagn.
Munurinn er að eins sá, að á annan hlutann er áburð-
urinn borinn ofan á, en á hinn hlutann undir. Tíu ára
umferð mundi sennilega of löng, ef ekkert væri borið á
á milli. En, eins og áður hefir verið drepið á, mætti
lengja umferðina að miklum mun, með því að nota
þvag og tilbúinn áburð, og þarf að athuga það jafn-
hliða. Vitanlega þyrfti að reyna misjafnlega langar um-
ferðir, til þess að komast mætti að raun um, hve langt
mætti ganga í því efni. Margt er það fleira, en hér hefir
verið bent á, sem þess konar tilraunir yrðu að taka til
athugunar og úrlausnar. Enda er það ekki tilgangur
minn að flytja hér ákveðið tilrauna-„plan“, heldur að
reyna að vekja eftirtekt einhverra á þessu máli, og draga
upp stærstu línurnar, sem fylgja verður við framkvæmd
tilraunanna.
Eg gat þess í upphafi, að mér virtust þeir hlutir vera
að gerast á sviði búnaðarmála okkar, að krefjast yrði
úrlausnar á þessu atriði. Skal það rökstutt litið eitt.