Búnaðarrit - 01.01.1930, Qupperneq 108
100
BÚNAÐARRIT
Hið fyrsta sem nefna má, þótt það sé ekki nýtt, er
að við höfum mjög margt búfé. Það er því mjög mik-
ill áburður, sem fellur til árlega. Eftir því sem búféð
er haft meira í húsum og er betur fóðrað, eykst áburð-
urinn bæði að efnismagni og gæðum. Verðmæti þess
áburðar, sem fellst til árlega, er því geysimikið. Eftir
lauslegri áætlun má gera ráð fyrir að búpeningsáburður
okkar sé 3—4 millj. kr. virði árlega. Meginhluti þess
áburðar er notaður sem ofanáburður á graslendi. Er
það því gífurlegt tap, sem stafar af þvi, hve illa hann
notast við þá aðferð. Ef gert er ráð fyrir að 10°/o af
frjóefnum áburðarins fari forgörðum við að bera ofan á,
fram yfir það sem yrði, ef hann væri plægður niður,
þá næmi það tap 3—400 þús. kr. á ári, og er það ekki
smáræðis skattur á bændastéttina. Mun þó oft tapast
meira en nemur 10°/o.
Annað atriði, sem hér ksmur til greina, snertir
áburðarhirðinguna. Margir bændur hafa á síðustu árum
lagt stórfé í byggingu haughúsa, til þess að verja áburð-
inn tapi á geymslustaðnum. Ríkissjóður styrkir slíkar
framkvæmdir allverulega, samkvæmt jarðræktarlögunum,
og mun sá styrkur hvetja bændur til framkvæmda á
þessu sviði.
Nú er það síður en svo, að ég vilji draga úr þeirri
viðleitni, sem vöknuð er til betri áburðarhirðingar. En
ég verð þó að láta í ljósi, að ég álít mikið vafamál,
hvort rétt sé að hvetja bændur jafn mikið og gert hefir
verið á síðustu árum, til þess að verja stórfé til betri
geymslu á áburði, nema eitthvað sé gert jafnframt til
þess að nota áburðinn á hagkvæmari hátt en nú gerist.
Auðleystustu efnin, sem varin eru glötun við betri
áburð&rhiiðingu, er hættast við að tapist, þegar borið
er ofan á grasrótina, svo að allt getur borið að sama
brunni. Og það er blátt áfram hlægilegt að eyða stórfé
til geymslu á áburðinum, og fá á þann hátt frjóefnis-
ríkan og kröftugan ábuið, en nota hann síðan svo