Búnaðarrit - 01.01.1930, Side 119
BÚNABAltRIT Ul'
Á seinni hluta 19. aldar lögðust kornyrkjutilraunirnar
að mestu niður.
Merkustu tilraunirnar, sem framkvæmdar voru eftir
1880, voru þær er G. Schierbeck landlæknir gerði.
Hann fékk vorið 1883 dálítið af byggi frá Alten-
prestakalli í Noregi, á 70.° n. br. þar, sem akuryrkja
er stunduð nyrzt. Hann sáði því 1. júní 1883. Það kom
upp 11. s. m., og var fullþroskað 6. sept., eða eftir 98
daga. Um vorið vóg 1 pt. af byggi þessu 24 lóð, eða
375 gr. Það er sama og hl. vegi 37,5 kg. Kjarninn
var þá mjög harður og hvítur, en lítill.
Fleiri tilraunir gerði hann, t. d. með haustsáð bygg,
og þroskaðist það 16. ágúst árið eftir. Vetrarrúg reyndi
hann líka á þessum árum, og fékk hann fullþroska.
Ekki er nein vissa fyrir því, hve miklum þroska þetta
korn hefir náð, vegna þess að engar rannsóknir voru
gerðar á því, hvorki móðurkorni eða afkvæmi þess.
En það, sem mér virðist benda á að kornið hafi ekki
náð fullri stærð, er hlvigt sú, sem gefin er upp hér
að framan, á korninu frá Alten. Og ef fara má eftir
því, þá hefir það verið */3 minna en vænta má að
móðurkornið hafi verið.
Síðustu tilraunirnar, sem ég veit um, fyrir utan
mínar tilraunir, eru tilraunir gróðrarstöðvanna, bæði
fyrir norðan og sunnan.
Einar Helgason, garðyrkjustjóri, reyndi lapplenzkt bygg-
um og eftir aldamótin 1900, og fékk hann fræ í nokkur
ár af hverri ársræktun, en það varð heldur ekki meira.
Þá hefir Gróðrarstöðin á Akureyri gert tilraunir fyrstu
starfsár sín. Vetrarrúgur, sem sáð var síðast í júlí, þrosk-
aðist árið eftir, og þau bygg-afbrigði er þroskuðust voru:
Svalöfs tidlig, bygg frá Norðurbotnum, Torneá, Finne-
bygg og Bjarnöbygg.
Tilraunir gróðrarstöðvanna á þessu sviði hafa, að því
er virðist, ekki tekið fram tilraunum fyrri tíma, þess
vegna hefir árangurinn orðið svipaður. Fáar eða engar