Búnaðarrit - 01.01.1930, Side 125
BÚNAÐARRIT
117
sumar, og uáÖu þau sum fullum þroska, og önnur
þroskuðust sæmilega.
Með vetrarrúg hefi ég unnið í 6 ár, en er skammt
kominn á þeirri erfiðu leið. Hveiti hefi ég líka reynt,
og gefist mjög illa, enn sem komið er. Er þó ekki von-
laus með þessar korntegundir, bezt að reyna með öll-
um hugsanlegum aðferðum og alveg til þrautar.
Að síðustu vil ég þá drepa á helztu atriði kornyrkju,
þeim til leiðbeiningar er prófa vildu slíka ræktun.
Ég vil ráða mönnum til þess að reyna ræktun þessa
í smáum stíl í fyrstu, en færast svo í aukana eftir því
sem reynslan kennir. Nóg að reyna fyrst á 100—200 m*
og auka svo af eigin útsæði. — Þeir, sem þetta reyna,
geta fengið útsæðið hjá mér.
1. Fyrst verður að gæta þess að hafa akurlendið vel
valið, helzt að halli mót suðvestri, og í skjóli fyrir
norðannæðingum. Vel girt og vel þurt.
2. Jarðvegurinn sé leirmói eða helzt nokkuð sand-
kenndur jarðvegur.
Vel má rækta byggið í nýplægðum móajarðvegi,
en bezt er þó að landið hafi verið ræktað með
kartöflum árið á undan. Yflrleitt allt af lakara að
rækta það í nýyrkjujörð.
Byggið þarf djúpunninn og myldinn jarðveg, með
auðleystum næringarefnum.
3. Áburður: Bezt að nota tilbúinn áburð, 200 kg kalí,
400 kg superfosfat og 150—250 kg saltpétur.
Kaliið og superfosfatið er herfað niður áður en
sáð er, en saltpéturinn borinn á þegar byggio er
komið upp. — Ef byggið er ræktað í frjómoldar-
ríkum kálgarði, þarf ekki að bera á annað en super-
fosfat. Má sleppa kalí og saltpétri.
4. Bezt er að sá sem fyrst, helzt fyrir miðjan maí.
Fella fræið vel niður, helzt að raðsá því með 10 cm
bili milli raða, og raðhreinsa. ef arfinn kemur, en