Búnaðarrit - 01.01.1930, Page 126
118
BUNAÐARRIT
það er ekki nema þegar það er ræktað í kálgörðum.
Annað þarf ekki að hugsa um það, en skal láta það
eiga sig í f r i ð i þar til fullþroska er, og verður
það fullþroska siðast í ágúst og fyrst í sept., eftir
árferði.
5. Þegar byggið er fullþroskað er það skorið eða slegið
með Ijá, og gæta verður þess að öxin séu allt af
öðru megin, en stubburinn hinu megin. Síðan er
það bundið í knippi og sett upp í stróka, þar þarf
það að vera 5—10 daga, og jafnvel lengur, eftir
því sem viðrar. Síðan er það tekið inn og þreskjað
eða korninu náð úr því.1)
Um notkun byggsins er það að segja, að hægt
er að nota það handa hænsnum, kúm og kindum. Ef
það er malað, má nota það til manneldis, og eins þarf
að mala það í kýr og kindur.
Þá hefi ég sagt ykkur frá helztu atriðum kornyrkju-
sögunnar, og skýrt frá helztu niðurstöðum þeirra tii-
rauna, er ég sjálfur hefi gert. Og ekki verður annað
sagt en að stundum hafi horft aftur á bak — stundum
nokkuð á leið. Það er von mín að þær tilraunir, sem
gerðar verða á næstunni, fái komið því til leiðar, að
kornyrkjan geti orðið endurreist, einstaklingum og þá
þjóðarheildinni til hagsbóta.
Klemenz Kr. Kristjánsson.
1) Nokkm ítarlegri leiðbeiningar um kornyrkju, eftir Klemenz,
eru prentaðai í „Tímanum“ 6. apríl 1930, og fást einnig sér-
prentaðar lijá höfundi eða Búnaðarfél. íslands. Ritstj.