Búnaðarrit - 01.01.1930, Page 129
BÚNAÐAK.RIT
121
þótt nú sjáist þar enginn kvistur (sbr. Stóru-Skógar).
Mörk, Merki og Höfði benda lika til skógar, því aö
þeir voru í fyrndinni nefndir því nafni, og eru nefndir
enn (M ö r k í Hallormsstaöarskógi, Höfðamerki). Bæjar-
nafnið G r ö f er líka furðu algengt í þeirri merkingu,
sem það orð tíðkast nú. Mér þykir líklegra að það hafi
upphaflega verið gróf, þ. e. grafningur, og síðan skóg-
lendi, allt sundurtætt af lækjum, eða græfur (Græfur
í Fagradal eystra). Grófir voru nefndar í skógum, sbr.
Skógargata í Eystrihrepp: „ræður þá stígurinn til Skógar-
götu og gatan til grófar fyrir ofan Skaptholt" (Grófar-
gerði, Víðigróf). Gróf er eiginlega lækjarfarvegur, en er
lika haft um djúpar lautir, grasi eða víði vaxnar, eða
skógarlautir, sem lækur fellur eftir. — Enn má nefna
bæjarnafnið Holt; það bendir líka til skógar (sbr. „Oft
er í holti (— skógi) heyrandi nær“, Hjarðarholt, Staf-
holt o. fl.). Þegar skógurinn leið undir lok á þeim
slóðum, þá hélzt þó nafnið eitt af gamaili venju. Svo
er víða hér á landi, má víða finna fauska í þeim holt-
um, ef til er grafið eða þau blása upp og verða r o f
(Rofabær). R o f er þar kallað, sem torfur eða börð af
skóglendi standa eftir, eins og ömurlegir vottar um
fornan blóma og prýði (Vatnshlíð við Hvaleyrarvatn).
Allt eru þetta fornir vottar, sem sanna sögu Ara prests
hins fróða.
Með því að „Fornbréfasafnið íslenzka* er í fárra hönd-
um, en mörgum kann að vera forvitni á að vita, hvar
skógar hafi verið hér á landi á framangreindu tímabili,
þá hefi ég farið gegnum máldaga og jarða-kaupmála á
þeim tímum, til að kynna mér nöfn skóganna í hverri
sýslu landsins, og ritað þau niður. Gæti það verið drög
til islenzks skógatals, því að ekki eru allir skógar taldir
í fornbréfum þessum, þeir er þá hafa verið og eru
sumir enn.
Ég ætla þá fyrst að byrja á Vesturlandinu, frá Hvítá
í Borgarfirði til Hrútafjarðarár.