Búnaðarrit - 01.01.1930, Síða 130
122
BÚNAÐARRIT
1. Mýrasýsla.
Þar eru taldir skógar í Norðurárdal (Péturs-skógar),
skógur í Sanddal, niður frá Slakkagili, og skógur fyrir
norðan PJjót (Norðlingafljót), skógur í Þverárhlíð, skógur
í Geitlandi, skógur í Húsafellshrauni í Hvítársíðu, Hall-
kellsstaða-skógur (s. st.), Gilsbakka-skógar, skógur í
Kirkjuholti (kenndur við Stafholts-kirkju), Skógar í
Stafholtstungum (jörð), og skógar norður á Hálsi (Grjót-
hálsi?) norður frá Norðtungu.
2. Snæfellsness- og Hnappadals-sýslur.
Fagriskógur (sbr. Fagraskógarfjall), Skógar undir Jökli
og um Stapa, Skóganes (bæði) í Miklaholtshreppi, Skógar
í Langadal (ytri og innri) á Skógarströnd, Hamarsskógur
í Drangalandi (á Skógarströnd), Ormsstaða-skógur
(s. st.), Hrísaskógur, Hrísadalsskógur, Þímuskógur, Mið-
skógur.
3. Dalasýsla.
Sámsstaðaskógur í Laxárdal, skógar á Fellsströnd
(Skógahólmur), skógur í Pálsholti í Hörðudal, skógur í
Þverdal í Miðdölum, Efri- og Neðri-Skógar í Hvamms-
sveit, Þykkviskógur og Miðskógur (sbr. Stóru-Skógar).
4. Barðastrandarsýsla.
Skógar að Selskerjum í Skálmarnesi, skógur að Borg
í Reykhólasveit, Rauðsskógur á Reykjanesi, skógur í
Tóptardal á Reykjanesi (skógar- og torfland frá Stað),
Djúpadalsskógur (raftviðarhögg á Barðaströnd), skógar
Haga-kirkju í Litla-Haga og Múla, skógar í Mórudal,
Arnarbýlisdal, Yatnsdal og Laugahvammi (á Barðaströnd).
Skógar í Gufudalsþingum: í Melanesi, með Vatni hinu
neðra, skógur í Trostansíirði, hrísskógur milli Mjallgils
og Geithússlækjar, skógar í Geirþjófsfirði.