Búnaðarrit - 01.01.1930, Síða 143
BÚNAÐARRIT
135
y. í Geithellnahreppi var ein sýning, sem eftir atvikum
var vel sótt. Þar fengu fyrstu verðlaun „Fífill“ SveÍDS
á Hofi og „Beli“ Þorbjörns í Kambnesi, báðir ættaöir
frá Möðrudal, og „Axi* í Múla, ættaður úr Axarfirði
eða Núpasveit.
z. í Bæjarhreppi var prýðilega sótt sýning, þrátt fyrir
sDjó og illveður. Fyrstu verðlaun fékk „Kolur*
Sigurðar á Stafafelli, ættaður frá Möðrudal. Mjög góð
kind er líka „Kolur" Jóns í Volaseli, og er hann
líka frá Möðrudal.
þ. Vatnavextir hömluðu góðri sókn í Nesjahreppi, en
þó var hún sæmileg. „Geitir“ á Fornustekkum fékk
fyrstu verðlaun. Hann er keyptur frá Geithellum og
er undan Möðrudals-hrút.
æ. Á Mýrum voru 2 sýningar, í Holtum og Flatey.
Sókn var ágæt, og nokkrir hrútar sæmilegir, svo sem
„Brandur" á Hömrum, „Spakur“ á Hólmi, „Spakur“
í Flatey o. fl.
ö. Ágætlega sótt sýning var á Kálfafellsstað í Suður-
sveit. Þar var afburða hrútur veturgamall, ættaður
frá Möðrudal, eign Gunnars á Vagnstöðum.
ó. Sýningin að Hofi í Öræfum var vel sótt. Þar átti
Karl Magnússon á Hofi fyrstu verðlauna hrút, „Bald“
að nafni, undan hrút frá Baldursheimi.
Alls flutti ég 26 fyrirlestra um sauðfé og 4 um naut-
gripi í sýninga-leiðangri þessum.
Langmest bar á hrútum frá Möðrudal. Þeir eru mjög
útbreiddir, og svo aftur hrútar undan þeim. Nokkuð
hefir líka verið keypt af þingeyskum hrútum. í Austur-
Skaftafellssýslu hefir svo mikið verið gert að þessum
hrútakaupum, að svo má heita að hrútur af hreinu og
óblönduðu skaftfellsku fé sé ekki til. í Múlasýslunum
hefir verið minna um þessi hrútakaup, en þó of mikið.
Hvernig þessi blöndun hefir reynst er ekki gott að
gera sér ljóst. Bændurnir segja þar sitt hver, en allan