Búnaðarrit - 01.01.1930, Side 145
bt3nadarb.it
137
skepnuna eftir. Þetta er í fyrsta sinn, sem allir hrútar
á sýningunum eru vegnir, og í annað sinn, sem þeir
eru allir skráðir og mældir.
Af þessu á, þegar stundir liða fram, að mega læra
ýmislegt, og jafnvel strax gefur þetta vissar bendingar.
Ég skal t. d. benda á að mismunur á þunga á vetur-
gömlu, tvævetru og eldri hrútunum er breytilegur frá
hreppi til hrepps, en oft þyngjast þeir frá veturgömlum
til tvævetrum um liðug 10 kg, en frá tvævetrum til eldri
um tæp 10 kg. Af þessu ætti að mega álykta, að
sæmileg framför væri, ef tvævetri hrúturinn væri 10 kg
þyngri en veturgamall, og aftur 10 kg þyngri þrevetur,
eða 20 kg þyngri en hann var veturgamall.
Hrútarnir, sem eru eldri en þrevetrir, virðast ekki
þyngri en þeir þrevetru, og ætti af því að mega draga
þá ályktun, að meðferðin sé ill eða stofninn mjög sein-
þroska, ef hrútur þyngist eftir að hann er þrevetur.
Málin sýna okkur að við eigum marga hrúta, sem
hafa góð mál, og að við eigum ekki að gera okkur
ánægða með hrúta, sem hafa lélegri mál þrevetrir
en sem hér segir:
Þungi 100—110 kg.
Brjóstummál aftau við bóga 110 — 115 cm.
Lofthæð 30 — 32 cm.
Hæð á herðakamb 80—82 cm.
Hafi rétt lengdarhlutföll og sé hver hluti 28—30 cm.
Spjaldhryggs breidd 22—24 cm.
Þessar kröfur til þyngdar og mála er óhætt að setja,
þeim er vel hægt að ná um allt land. Og það eiga ekki
að líða mörg ár þangað til að við hættum að verð-
launa hrúta, sem ekki ná þessum málum og þyngd,
nema annað ágæti komi þá í staðinn, sem bæti hitt
upp.
Þá sjáum við af skýrslunni hve geysimikill munur er
á þyngd og málum hrútauna í sama hreppi.