Búnaðarrit - 01.01.1930, Side 151
btJnada.rb.it
143
Séu borin saman mál á hrútunum, sem mældir voru
í haust í Múlasýslum, og þeim, sem mældir voru í fyrra
í Húnavatnssýslum og Mýra- og Borgarfjarðarsýslum,
kemur greinilega í ijós stærðarmunur. Þeir eru minni á
Austurlandi, hafa minna brjósthol og minni hæð. Þrátt
fyrir það eru þeir álíka þungir, og hafa réttari lengdar-
hlutföli og breiðari hrygg. Enginn vafi er þá líka á, að
austfirzka féð skerst með meiri kjötþunga, miðað við
lifandi þunga, en fé í Húnavatnssýslum. En þótt Segja
megi þetta sem heild, þá eru í flestum hreppum, sem
ég hefi farið um, góðir hrútar innan um, og einmitt
það sýnir, að með úrvali á heimafénu í hveijum hreppi
hefði mátt bæta féð mikið, og líklega meira en með
aðkeyptu hrútunum, sem oft hafa verið fluttir langar
leiðir, og stundum, og jafnvel oftast, óséðir af kaupanda,
og því sjaldan tekið nægilegt tillit til, hvort þeir ættu
við ærnar, sem átti að nota þá handa.
Menn ættu áreiðanlega að leggja sig meira eftir því,
að bæta féð með úrvali á heimafénu, nákvæmri rann-
sókn á erfðaeðli einstaklinganna, merkingu lambanna og
ættbókarfærslu, en ekki sækjast eftir aðkeyptum hrútum
eingöngu af því, að þeir eru langt að komnir og ókunn-
ugir, og láta svo það þýðingarmesta reka á reiðanum,
en það er ættbókarfærslan og úrval á heimafénu, eftir
ætterni og arfgengisorku þess.
Á þessu ári hafa 5 sauðfjárræktarbú notið styrks frá
Búnaðarfélagi íslands. Þau eru á Rangá, Höfðabrekku,
Ólafsdal, Leifsstöðum og Hrafnkellsstöðum.
Ég hefi á árinu komið að Rangá og Höfðabrekku, og
skoðað féð þar og mælt. Að Ólafsdal hefi ég komið og
séð ærnar, en á hin búin hefi ég ekki haft tækifæri til
að koma enn.
Skýrsla III sýnir samandregið yfirlit yfir starfsemi
þeirra, frá hausti 1928 til haustsins 1929.