Búnaðarrit - 01.01.1930, Blaðsíða 164
156
BÚNABARRÍT
Félögin, sem störfuðu síðastl. skýrsluár, nutu styrks
frá Bún.félagi lslands, er nam 2645 kr. Er einkennilegt
hve félögum þessum fjölgar seint, svo nauðsynleg sem
þau eru, og ríflega styrkt af Bún.fél. ísL, saman borið
við annan félagsskap um búpeningsrækt. Einkum virðast.
valda því tvær orsakir: Undanfarin góðæri og há iðgjölö
félagsmanna í tryggingarsjóð. Nú hafa þau sveitarfélög,
er síðast stofnuðu eftirlits- og fóðurbirgðafélög, breytt í
nokkru út af gömlu tilhöguninni, þannig, að hlutaðeig-
andi sveitarsjóður leggur fóðurbirgðafélaginu til ákveðna
fjárhæð, sem rennur í óskiptilegan tryggingarsjóð félags-
ins, og ávaxtast því honum til viðgangs. Með þessu móti
má lækka tryggingargjöld íélagsmanna mjög mikið, og
félagið stefnir að því, að verða sjálfstæö stofnun fjár-
hagslega. — Til er og sú leið, að félögin kosti sjálf
eftirlitið, en leggi styrkinn frá Búnaðarfélagi íslands í
óskiptilegan tryggingarsjóð félagsins, og auka hann þannig,
þar til hann er orðinn svo stór, að hann nægi til trygg-
ingar félaginu.
Mér virðist það augljóst, af þeirri reynslu sem þegar
er fengin, að markið, sem félögin eigi að stefna að, sé
að styrkja svo óskiptilega sjóði þeirra, að þeir nægi til
hallæristrygginganna, svo iðgjöldin geti orðið mjög lág
eða hverfr með öllu.
Virðingarfyllst.
11. apríl 1930.
Theodór Arnbjörnsson
frts Ósi.