Búnaðarrit - 01.01.1930, Side 172
164
BÚNAÐARRIT
ekki skilja l>etta fremur en hinir fáfróðustu. — Ef
menn athuga þetta nánar, þá hljóta þeir þó aö sjá, að
hér hefir réttilega verið byrjað, ekki rasað fyrir ráð fram,
heldur byrjað á byrjuninni — hinum iétta undirbúningi.
Kornyrkjan hefir að vísu verið mest áberandi, en eigi
að síður hefir töluverð vinna og fyrirhöfn gengið beint
til fræræktar-tilraunanna, og þær útheimt meiri vinnu
en kornyrkjan að tiltölu við landsstærð.
Kornyrkjan heflr verið starfrækt sem fyrsta ræktun,
til þess að fá landið til að gefa arð, þann tíma sem
undirbúnings-jarðvinnsla fyrir grasfræræktina stendur
yfir.
Svo er kornyrkjan, að því er virðist, svo trygg ræktun,
ef rétt er á haldið, að hún á fullan rétt á sér, og ekki
sízt, þegar margra ára tilraunir hafa sýnt, að uppskeran
getur orðið hór eins mikil og annarsstaðar tíðkast, þar
sem slík ræktun er viðhöfð. — Veiður ekki hór gerð
grein fyrir niðurstöðum tilrauna, vegna þess að flestar
þeirra, sem nú standa yfir, hafa að eins staðið skamma
stund, og eins hitt, að þær verða birtar á öðrum stað,
þegar ástæða þykir til. Skal hór að eins minnst á það,
hvaða tilraunir er verið að gera í kornyrkju:
í byggrækt: Sáðtímatilraunir, 5 sáðtíðir; afbrigða-
tilraunir, 13 afbrigði; áburðartilraunir í 3 flokkum; sáð-
magnstilraunir, í 6 liðum, og tilraunir með kynbætur
á byggi.
í hafrarækt: Afbrigðatilraunir, 15 afbrigði.
Afbrigði af byggi, höfrum o. fl. hefir verið fengið frá
þessum löndum: Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Norður-
Ameríku. Bezt reynast afbrigðin frá Noregi, enn sem
komið er, en öll hin reyndu afbrigði hafa þó þroskast
síðastl. sumar, þótt þau þurfi mislangan sprettutíma
hór hjá okkur. Þau, sem síðast voru þroskuð, spíruðu
verst.
Auk byggs og hafra hafa lítilsháttar verið reynd ýms
afbrigði af vetrar- og vorrúg, vorhveiti og grænum