Búnaðarrit - 01.01.1930, Page 176
BÓNAÐARRIT
Skýrsla
um helztu tilraunir fóöurræktarinnar í gróðrarstöðinni
í Reykjavík, aðallega árin 1927—1929.
Síðasta skýrsla um tilraunir fóðurræktarinnar í
gróðrarstöðinni í Reykjavík er birt í 41. árg. „Búnaðar-
ritsins", á bls. 60—85, og vísast til hennar og fyrri
skýrslna, í sambandi við yflrlit það, er hér fer á eftir
um helztu viðfangsefni tilraunanna 3 sl. ár, enda eru
þær fleetar framhald af þeim tilraunum, sem áður hefir
verið skýrt frá, og töflur, sem hér fara á eftir, verða flestar
með sömu merkjum (töflu-ogtilraunar-númer, í rómverskri
tölu) sem töflur yfir tilraunir á sömu spildum i síðustu
skýrslu, þótt það rugli dálítið réttri töluröð. Er þá auð-
velt að bera saman það, sem saman á í þessari skýrslu
og hinni síðustu, og frá henni til fyrri skýrslna, þótt
viðfangsefnin séu dálítið breytt.
Eftirtekjan verður sýnd í kg af ha.
I. Kúamykja (H) annarsvegar og alhliða tilbúinn
áburður (T) hinsvegar, borinn saman við áburðarlausu
reiti (M).
Tilraun þessi byrjaði 1921 og nær því nú yflr 9 ár..
Áburðarskömtunum heflr verið breytt nokkuð frá því,
sem áður var, og frá ári til árs. Hafa meðal-áburðar-
skamtar þessi 3 síðustu árin verið fyrir H-reiti 280 kg
kúamykja, en fyrir T-reiti 3 kg þýzkur saltpétur, 2,5 kg
súperfosfat, 18°/o og tæpl. 2,2 kg. Kalíáburður 37°/o.
Þetta eru stærri skamtar en áður og vcru þeir
stækkaðir m. a. sökum þess, að sýnilegt þótti að gróð-