Búnaðarrit - 01.01.1930, Blaðsíða 182
174
BtiNAÐARRIT
Tööufall var fremur iýit á spildunni og mikill mosi
í rótinni. Voriö 1927 var henni skipt í 3 belti (a, b og c)
50 X 4 m hvert, og borið á þau tröllamjö), 6, 9 og
12 kg á hvert beð, í því skyni að eyða mosanum. Auk
þess fengu þau öll jafna skamta af súperfosfati og kalí.
Tröllamjöl er köfnunarefnisáburður (20V20/0)! og í þvi
eru efnasambönd, sem „brenna" mosann (og arfa) úr
rótinni, án þess að nytjagróðurinn saki. Eftirtekjan 1927,
í báðum sláttum, varð sem svaraði af ha:
Á belti a ( 6 kg) 6425 kg
- — b ( 9 —) 6450 —
- — c (12 —) 7500 —
Mosinn minnkaði, en ekki var sýnilegur munur á því
á beltunum, þrátt fyrir hinn mikla mun á tröllamjöls-
skömtunum, sem þau fengu, — og vaxtarmuninn.
Vorið 1928 var spildunni aftur skipt í 24 reiti,
4 X 6 m hvern, og gerður samanburður á þeim
áburðarskömtum, sem nefndir eru í fyrirsögninni og
sýndir eru á töflu V, og eru þessir áburðarskamtar
jafnframt, bornir saman við áburðarlaust, t,il þess að fá
hugmynd um áburðarþörfina. Tilraunin er því 4-liðuð
og 6-föld, þ. e. 4 tilrauna-atriði og 6 samreitir fyrir
hvert þeirra, og reitir eru þannig settir að áhrif hinna
misjöfnu tröllamjölsskamta frá 1927 koma jafnt niður á
öllum tilrauna-atriðunum — og ættu því að hverfa.
Nitropboska er ný tegund t.ilbúins ábuiðar — frá
þýzkum áburðarverksmiðjum — sem hefir í sér öll hin
verðmætu ábuiðarefni: Köfnunarefni (lö'/a0/0), fosforsýru
(161/2°/o) og kalí (21^/2'Vo). Af þessum áburði eru búuar
til fleiri tegundir með mismunandi innihaldi og hlut-
föllum hinna verðmætu efna, en svigatölurnar, sem hór
eru tilfærðar, sýna innihald þeirrar tegundar, sem al-
gengust er og flutt er hingað til lands. — í hinum eldri
„venjulegu" tegundum tilbúins áburðar er einungis eitt
af þessum verðmætu efnum í hverri þeirra (t. d. í