Búnaðarrit - 01.01.1930, Síða 208
200
BTJNAÐARRIT
svöröur. Vegna ófullkominnar rotnunar í þessum sverði,
myndast ýmisskonar sýrur (humussýrur). í rigningu skol-
ast svo sýrur þessar niður í jarðveginn og leysa upp
öll þau næringarefni, er þar finnast. Síga þau lengra og
lengra niður, en um 2 fet undir yfirborði jarðar mynda
þau þétta hellu. Milli hellunnar og svarðarins er nú afr
eins eftir frjóefnalaus sandur. Og í hellunni eru nær-
ingarefnin í svo þéttum samböndum, að plöntur geta
ekki hagnýtt sér þau. Falli fræ í beitilyngssvörðinn, ná
þau fæst að spíra, en þau, sem koma til, fá enga nær-
ingu í sandinum og deyja á unga aldri.
Þegar landið byggðist, voru skógarnir höggnir hlífðar-
laust, án þess þeir væru bættir að neinu leyti. Árangur-
inn varð því sá, að skógarnir hurfu, en lyngið breiddi
feld sinn yfir landið, og úti við hafið mynduðust stór
sandflæmi, sem sandurinn fauk úr langt inn í land og
lagði bæi og býli í eyði. Minjar þessarar rányrkju sáust
einna bezt um aldamótin 1800, því að þá voru 7500 km*
af Jótlandi óræktar land. En um það leyti byrjuðu
Danir að rækta og nema landið á ný. Og nú, tæpri
hálfri annari öld síðar, er ræktunin komin svo langt á
leið, að lyngheiðarnar eru að mestu horfnar úr sögunni
og sandfok þekkist varla lengur. Heiðaræktunin hefir
verið alldýr og átt við mikla erfiðleika að etja, en hún
er lærdómsrík, og hugsanlegt, að vér Islendingar getum
margt af henni iært, enda þótt skilyrði vor til þess, að
rækta vort eigið land, séu talsvert önnur. Þess vegna
mun gerð hér dálítið nánari grein fyrir henni.
Skömmu eftir miðja 18. öld voru rúmlega 250 þýzkar
fjölskyldur fluttar til Danmerkur og látnar setjast að á.
heiðunum. Ætlunin var sú, að þær kæmu á fót akur-
yrkju og kvikfjárrækt og kenndu Dönum að erja heið-
arnar. En Þjóðverjarnir voru betra vanir og veittist
erfitt að rækta þessa ófrjóu jörð. Kvörtuðu þeir sáran
undan ástæðum sínum og fóru þess á leit við stjórnina,
að hún hjálpaði þeim í einu og öðru. Meðal annara