Búnaðarrit - 01.01.1930, Side 211
BUNAÐARRIT
203
háa sem lága, en einkum var honum hugleikið að fá
heiðabændurna sjálfa í lið með sér. Það varð þó ekki
gert á einum degi, því þeir voru seinir á sér, og vildu
hvergi rasa um ráð fram. Feður þeirra og afar höfðu
búið á heiðunum og dregið fram lifið með mestu nægju-
semi, og eins gátu þeir gert. Þess vegna fannst þeim
lítil ástæða til þess að breyta um búskaparlag. Þar að
auki vantaði þá fjármagn til þess að stækka jarðirnar,
og engin voru ráð til að afla þess. Smátt og smátt
kom árangurinn af fyrstu gerðum Heiðafélagsins í ljós,
og þeir sáu, að Daigas haíði iétt að mæla. Beindist þá
athygli þeirra æ meir og meir að félaginu og gerðum
þess, og lyktirnar urðu þær, að þeir urðu allir sem einn
hinir öruggustu fylgismenn hans, enda voru það fyrst
og fremst þeir, er nutu góðs af starfseminni. Og fjár-
magnið kom líka til þeirra, eins og síðar mun skýrt frá.
Þegar Heiðafélagið varð 25 ára, voru ýmisskonar
hátíðahöld í því tilefni. Komu gestir viðsvegar að, og
voru nokkrir heiðabændur beðnir að aka þeim fram og
aftur á þá staði, er skemmtanir og ræður skyldu fram
fara. Einn bændanna svaraði á þá leið, að íélagið þyrfti
aðeins að gefa þeim bendingu, þá kæmu þeir með alla
sína hesta og vagna, því að þeir ættu félaginu svo mikið
að launa. Áður hafði hann setið bú sitt við sult og seyru
og haft 7 kýr og 2 hesta, en eftir starfsemi félagsins
um nokkurra ára skeið átti hann 24 góða gripi 1 fjósi
og 5 hesta. Þetta dæmi sýnir greinilega, hvílíkt veik
Heiðafélagið hafði þá þegar unnið fyrir marga.
En það lét sér ekki nægja 25 fyrstu árin. Þau næstu
25 voru enn þá stórstígari og starfsemi þess hefir auk-
izt allt fram á þennan dag. Starfsvið þess hefir ekki
eingöngu verið á Jótiandsheiðum. Það hefir teygt sig
yfir alla Danmörku og jafnvel til Færeyja og Íslands.
Þegar C. Fiensborg, skógfræðingur, var við skógræktar-
tilraunir á íslandi, var hann starfsmaður Heiðafélagsins.