Búnaðarrit - 01.01.1930, Side 212
204
BÚNAÐARRIT
Hvað skógrækt félagsins viðvíkur, þá var hún þegar
frá byrjun eitt af aðalmarkmiðum þess. Dalgas var á
þeirri skoðun, að í fyrndinni hefði allt Jótland verið
skógi vaxið, en svo hefði skógurinn eyðzt sakir rán-
yrkju og vondrar veðráttu. Að vísu reyndist þessi skoðun
ekki alveg rétt síðar meir, en hún hvatti Dalgas til þess
að klæða landið á ný og bæta syndir feðranna. Félagið
hvatti bændur til þess að gróðursetja tré til skjóls í
kringum bæi og akra, og útvegaði þeim trjáplöntur við svo
vægu verði, sem unnt var. Ennfremur fékk það land-
svæði hingað og þangað, sem það vildi rækta skóg á.
Rauðgrenið var sjálfkjörið til þess að verða aðal-
skógartréð, en af fyrri reynslu treystu menn því ekki
allskostar, og til þess að landið yrði ekki með öllu bert,
ef það félli úr sögunni, var það ráð tekið að setja fjalla-
furu innan um grenið.
Þegar svona heiðablettir voru teknir til skógræktar,
var lyngið slegið eða brennt og jarðvegurinn plægður
svo djúpt, að hella sú, sem lá undir sandinum, var
brotin og velt upp á yfirborðið. Þar var hún látin liggja
2—3 ár og veðrast. Vegna áhrifa hita og kulda, írosts
og vatns, leystist hún í sundur og næringarefnin breytt-
ust aftur í sambönd, sem plönturnar gátu unnið. Að
þessum tima liðnum var plantað í flagið, og siðan beðið
átekta, En nú kom nokkuð fyrir, sem enginn hafði bú-
izt við. Grenið og furan uxu hvort í kapp við annað og
döfnuðu vel, og nú leið að þeim tíma, er grenið var
vant að hætta vexti, en þrátt fyrir það óx það óðfluga,
eins og ekkert væri um að vera, annað en keppast við
furuna. Þannig kepptu þau um skeið, þangað til menn
sáu, að nú þyrfti að hjáipa greninu til þess að sigrast
á furunni, vegna þess að það var miklu meira virði.
Þá var furan höggvin burt og höfð til eldiviðar; en
eftir stóð fallegur og beinvaxinn greniskógur. Hvernig á
því stóð, að greni gat vaxið með furu, en ekki ein-
samalt, vissu menn ekki, og skýringin kom fyrst löngu