Búnaðarrit - 01.01.1930, Page 214
206
btJnaðarrit
svörðurinn eyðilagðist af einhverjum orsökum, en furan
stöðvaði sandinn fyrir fullt og allt. Að visu varð hún
aldrei nema kjarr, en hún gat þó gefið af sér allmikinn
eldivið, til búbóta fyrir bændurna í kring.
Ferðist maður um Jótland nú á dögum, sézt bezt,
hve vel þessi heiðarækt og sandgræðsla hafa náð til-
gangi sínum. Akbrautir Jiggja um landið þvert og endi-
langt; eimlestir þjóta um landið og færa bændum varn-
ing, en flytja afurðir burt. Býlin standa þétt og akur
liggur við akur. Yiða eru beinvaxnir greniskógar og
heima á hverjum bæ eru trjálundir. Trjáraðir eru með-
fram öllum ökrum og skýla þeim fyrir vestanvindinum,
sem áður hefti allan gróður. Landið er svo gerbreytt,
að erfitt er að hugsa sér, að þar hafi verið lyngheiði,
svo langt sem augað eygði, fyrir tæpri öld. Á stöku stað
sjást enn ieifar af heiðinni, en þeir blettir eru nú að
mestu friðaðir, svo að menn geti borið saman gamalt og
nýtt, og vitað hvernig útlit landsins var áður. Væru
þessir blettir horfnir, gæti maður ekki ímyndað sér,
hvernig landið var, jafnvel þótt því sé iýst í sögubókum.
En þar st.endur, að mestallt miðbik iandsins hafi verið
samanhangandi heiðaflákar, með einstaka býli á víð og
dreif. Heiðahændurnir bjuggu við sult og seyru, og
vantaði bæði fjármagn og kunnáttu til þess að auka bú
sín. Með miklu erfiði gátu þeir aðeins haft í sig og á,
og það af skornum skammti.
Þegar skógræktin á heiðunum byrjaði, vantaði vinnu-
afl til gróðursetningar og hirðingar. Þar fengu heiða-
bændurnir vinnu vetur, vor og haust, og á þann hátt
öfiuðu þeir sér fjár. Hefir það verið erfitt líf hjá mörg-
um þeirra, er konan og börnin urðu að gæta búsins,
meðan maðurinn var við vinnu utan heimilis, en þar
kom að góðu haldi iðni sú og seigla, sem var vöggu-
gjöf Jótans. Peningar eru afl þeirra hluta, er gera skal,
04 þetta var sá einasti kostur, sem hann átti til þess,
að útvega þá. Það fé, sem hann fékk milli handa, var