Búnaðarrit - 01.01.1930, Page 217
BÚNAÐARRIT
209
plönturnar voru ættaðar frá Danmörku, en sumar þó
frá Noregi. Þær komu allar frá þeim stöðum, þar sem
skilyrði til skógræktar eru betri. Margar þeirra dóu á
fyrsta og öðru ári, en aðrar liíðu. Bezt heflr siberiska
lævirkjatréð reynzt og hefir það náð 3,8 metra hæð á
30 árum. Reyndar er það ekki ýkjamikill vöxtur, en
sýnir þó, að vert sé að rækta það kringum hús og bæi.
Fura og ösp hafa myndað dálitla runna, en greni hefir
gefizt miður. Þó hefir það náð töluverðum þroska, t. d.
í trjágarðinum á Akureyri.
Þegar gróðrarstöðvarnar voru settar á stofn, bjuggust
víst flestir við, að þar stæði skógur að fám árum liðn-
um, og þegar það brást, þá dvínaði áhugi manna. En
við hverju var að búast, þegar flestar plönturnar voru
fengnar frá suðlægari stöðum, og þar sem jarðvegur var
allur annar? Var ekki eðlilegt, að svo færi, sem fór?
Það er meira að segja merkilegt, að plönturnar skyldu
ekki allar deyja á fyrsta ári.
Ennfremur var val á sumum gróðrarstöðvunum ekki
heppilegt, eins og t. d. á stöðinni við Rauðavatn. Svo
getur verið, að betra sé að gróðursetja á annan hátt en
gert var, t. d. planta þéttara, svo trjáplönturnar gætu
fyr myndað samfellda breiðu og kæft grasið, sem hindrar
vöxt þeirra. Ef til vill hetði jarðvegurinn átt að vera
betur undir búinn, og ýmislegt fleira gert til þess að
hlúa að nýgræðingnum, en slikt er að vísu hægara að
sjá eítir á, heldur en þegar verkið er framkvæmt.
En það getum vér lært af heiðaræktinni dönsku, að
gefast ekki upp við fyrstu tilraun, því að hvernig fór ekki
með rauðgrenið á heiðunum? Það gat staðið í stað
árum saman, áður en mönnum hugkvæmdist að nota
fjallafuru. Gæti ekki hugsazt, að eitthvert ráð dyggði til
þess að auka hæðarvöxt þessara erlendu trjátegunda,
sem hafa tórt í 30 ár í gróðrarstöðvunum.
Það er tvennt, sem þekkja þarf til hlítar, áður en
hægt er að búast við góðum árangri af jarðrækt, hvort
14