Búnaðarrit - 01.01.1930, Side 224
216
BUNAÐARRIT
frá sýkingu var öndunin farin að jafna sig aftur, og var
þeim þá báðum slátrað. í báðum fannst lungnabólga og
frá báðum voru ræktaðir úr bólgunni samskonar sýklar
og áður er um getið. Ekki óx neitt frá hjartablóði né
öðrum líffærum þeirra.
Með þessu var fengin full sönnun fyrir að sýklarnir
væru valdir að veikinni.
Smitunarleiðir. Yegna þess hve sýkillinn er
skammlifur, er ómögulegt að hann geti lifað í jörðinni.
Kindin getur því ekki tekið sýkina í sig, eins og t. d.
bráðapest, af jörðinni með grasinu. Ekki kemur heldur
til mála að sýkillinn þiýfist í heyi nema skamma stund,
svo að slík sýking kemur heldur ekki til greina. Lifnaðar-
skilyrði sýkilsins benda til þess, að hver kind hljóti að
sýkjast, beint af annari, með hóstaúða, sem sýklarnir
geta borizt með. Yið fundum sýklana í nefsiími sjukra
kinda og er enginn vafi á því, að sú smitunarleið er
algengust. Sýkillinn berst þannig beint frá öndunaríærum
einnar skepnu til annarar, vex í barkaslíminu og berst
með loítstraumnum ofan í lungun, þar sem hann getur
tímgast og framkallað svæsna lungnabólgu.
Spursmál er hvort menn geta borið veikina á milli.
Ekki er hægt að fortaka að það geti átt sér stað, þar
sem sýkillinn getur lifað nokkrar klst. fyrir utan líkam-
ann, en af ýmsu má ráða að slík sýking muni sjaldan
eiga sér stað. Aðeins eitt dæmi er mér kunnugt, sein
gæti bent til að smitun geti borizt með mönnum. Það
er frá Kleppjárnsreykjum. Um það Jeyti sem veikin gekk
þar (í des. 1929) var komið með kind frá Kópareykjum,
þar sem ekkert hafði borið á veikinni, til læknisins, sem
með aðstoð vinnumannsins svæfði kindina og skar af
henni æxli. Eftir rúman sólarhring var kindin orðin veik
af iungnabóigu og drapst úr veikinni. Vinnumaðurinn
hafði komið beint frá fénu að kindinni, sem hafði verið
látin sér í kofa, þar sem engin skepna hafði verið
undanfarnar vikur. Þetta bendir óneitanlega mikið til,