Búnaðarrit - 01.01.1930, Side 230
222 BÚNAÐARRIT
eða færri kindur, þá verður það að miklu leyti trúar-
atriði fyrir bóndann hvort gagn hafi verið að blóðtök-
unni eða ekki. Yið vitum engin dæmi til að blóðtakan
hafi hindrað veikina að brjótast út. Sjálfir höfum við
ekki haft nógu mörg sjúkdómstilfelli undir höndum til
að geta prófað blóðtökurnar rækilega, en við höfum
heldur ekki haft trú á að verulegt gagn gæti verið að
blóðtökunum, því að eftir öllu háttalagi sjúkdómsins er
það lítt skiljanlegt að blóðmissir geti orðið til lækningar,
enda ekki kunnugt um neinn smitandi sjúkdóm, sem
læknist með blóðtökum. Við vildum þó forðast alla
hleypidóma í þessu, sem öðru, og ráðlögðum mönnum
því að taka upp það ráð, að blóðtaka aðra hvora kind
sem sýktist, og bera svo saman hvorum farnaðist betur,
en ekki vitum við til að menn hafl farið eftir þessu.
Menn hafa yfirleitt annaðhvort tekið öllu blóð, sem
veiktist, eða alls ekki. Ekki vitum við til að neinn veru-
legur munur sé á útkomunni hjá þeim, sem tóku blóð,
og hinum, sem ekki tóku blóð, en ekki getum við þó
tilfært neinar tölur um það. Víst er um það að ekki
heflr blóðtakan þótt reynast svo vel, að menn hafi al-
mennt fengið trú á henni.
Meðul reyndum við litilsháttar, þau sem helzt mátti
búast við að gætu komið að gagni. Sérstaklega var
reynt „optochin" í 20, 30 og 50 ctg. skömtum. Það var
reynt á allmörgum bæjum, meðal annars á 12 kindum,
sem veiktust á Kleppjárnsreykjum. Þeim var öllum geflð
optochin strax og á þeim sá, og svo annar skamtur
eftir 4 klst. Ekki var sýnilegur neinn árangur af því,
þar sem 11 drápust, af 12 sem veiktust. Söm eða mjög
svipuð virtist reynslan vera á öðrum bæjum. Á Klepp-
járnsreykjum var líka reynt að dæla „trypaflavin", lOccm
af l°/o upplausn í vatni, inn í æð á kindinni, en ekki varð
heldur neinn sýnilegur árangur af því. Þó gæti verið
ástæða til að reyna það frekar, því að trypaflavin hefir
þótt gefast vel gegn blóðsýkingu af ýmsum öðrum sýklum.