Búnaðarrit - 01.01.1930, Page 233
BÚNAÐARRIT
225
Seinni förin (2. marz — 1. maí).
Bólusetningartilraunirnar, sem gerðar höfðu veriö í
fyrri förinni gátu bent til þess að gagn gæti orðiS að
bólusetningu gegn veikinni. Nú hélt veikin áfram að
breiðast út og var kominn talsverður uggur í menn,
ekki sizt út af því, að því lengra sem á leið veturinn,
því tilfinnanlegra varð að missa féð og auk þess voru
allar líkur til þess, að veikin myndi magnast og út-
breiðast með vorinu þegar sleppt yrði og féð færi að
ganga saman. Eftir áskorun frá bændum í Borgarfirði
og Ásgeiri dýralækni tókst ég því, að tilhlutun stjórnar-
innar, á hendur að leggja af stað í aðra rannsóknarferð
upp í Borgarfjöið. Þessi för var sérstaklega farin til að
gera tilraunir með bólusetningu gegn veikinni.
Yið komum að Kleppjárnsreykjum 2. marz, aðstoðar-
maður minn, Kristján Grimsson og ég, ásamt Ásgeiri
dýralækni, sem var okkur fil góðrar aðstoðar við þessar
rannsóknir eins og hinar fyrri. Yar nú strax tekið til
að búa til bóluefni. Við höfðum komið með efni í bólu-
efni að sunnan og var það lagað með tilliti til þeirrar
reynslu, sem við höfðum fengið í fyrri förinni. Það
kom kom fljótt á daginn að við gátum með því fram-
leítt eitraðri gróður heldur en við höfðum getað áður.
Við prófuðum þetta fyrsta bóluefni lifandi á tveimur
fjárhópum sitt á hvorum bæ, 30 fjár á sýktum bæ
(Snældubeinsstöðum) og 40 fjár á ósýktum bæ (Kópa-
reykjum). Árangurinn varð sá, að allar bólusettu kind-
urnar á baðum bæjunum urðu draghaltar og margar
mikið veikar þegar eftir 12 klt. Drápust 3 kindur á
SnældubeinsstöÖum en 1 á Kópareykjum. Var þá sýni-
legt, að þetta bóluefni var allt of sterkt til að leggjandi
væri út í að nota það lifandi.
Við höfðum aldrei fyr getað framleitt svona sterkan
gróður, en það var einmitt það sem okkur vantaði, nl.
gróður með nógu miklu sýklaeitri í. En úr því að það
15