Búnaðarrit - 01.01.1930, Síða 234
226
BÚNAÐARRIT
var fengið, mátti gera sór vonir um, að framleiða mætti
bóluefni úr dauðum sýklagróðri ef eiturefnin væru nógu
mikil í honum.
Þar sem veikin var búin að ná jafnmikilli útbreiðslU'
og nú, frá Kjós og alla leið vestur undir Snæfellsnes,
gat ekki komið til mála, nema með miklum tilkostnaði
að bólusetja féð með lifandi gróðri, auk þess sem óþægj-
indi eru mörg og sum tæplega viðráðanleg við slíka
aðferð. Ef lifandi gróður er notaður gegn þessari veiki,
þarf að nota hann áður en vika er liðin frá því að
hann er búinn til, en það versta er, að ekki er nema
einstöku mönnum treystandi til að fara með hann,
og getur þó verið hættulegt, jafnvel í höndum hvers
sem er, nl. ef óhreinindi komast í gróðurinn, því að
næringarefnið, sem hann vex í, er ágætt, æti fyrir flesta
aðra sýkla, sem geta þróast þar ef þeir komast í glasið.
Við sáum okkur því ekki fært að leggja út í almenna
bólusetningu með lifandi sýklum, heldur reyndum að
útbúa nothæfa aðferð með dauðum sýklum. Nú höfðum
við á Kleppjárnsreykjum engin áhöld til að prófa sýkla-
eitur, þeim hefði ekki verið hægt að koma fyrir á
sveitabæ, og þau eru meira að segja mjög ófullkomin í
Rannsóknarstofu háskólans, svo að við urðum að bjarg-
ast eftir beztu getu með því að prófa eiturverkun hvers
bóluefnisskamts á einni eða fleiri kindum. Þetta kostaði
náttúrlega talsvert af sauðfé.
Loks bólusettum við 22 kindur með dauðum sýkla-
gróðri, 12 með lifandi gróðri og höfðum 11 óbólusettar
til samanburðar. Auk þess bættust í hópinn 8 ær, sem
Ásgeir dýralæknir haíði bólusett meðan ég var í Reykja-
vík, með stórum skömtum af dauðum sýklum, allar
fyrst með 5 ccm, síðan eftir viku helminginn með 5,
en hinn£ helminginn með 10 ccm. Alls höfðum við þá
30 ær bólusettar með dauðum sýklum. 10 af þeim voru
tvíbólusettar (4 frá Skarði af Ásgeiri dýralækni með
stórum skömtum af gömlu bóluefni, 6 frá Hjarðarholti