Búnaðarrit - 01.01.1930, Síða 237
BTÍNAÐARRIT
229
gert. Aö fundinum loknum var hverjum hreppstjóra
afhent umburðarbiéf, sem ganga skyldi boðleið um
hreppinn, ásamt skýrsluformi, þar sem menn áttu að
geta um hve margt fé þeir hefðu misst úr þessari veiki,
hvort þeir vildu láta bólusetja og hve margt fé þeir
hefðu á sýkingaraldri.
Á þessum sama fundi for ég fram á það við hrepp-
stjórana, að þeir hlutuðust til um það, að hver hreppur
léti fáeinar kindur til rannsóknanna og fékk það mjög
góðar undirtektir.
Skýrslurnar fengum við svo smámsaman úr hreppun-
um. Af þeim kom í ljós áð bólusetja þyrfti að minnsta
kosti um 45000 fjár á sýkta svæðinu. í þeirri tölu er
sleppt öllum lömbum og fé á öðrum vetri, sem lítil þörf
virtist vera á að bólusetja.
Svo mátti heita að hver einasti bóndi á sýkingar-
svæðinu óskaði eftir að bóiusett yrði hjá sér. 1 einum
hreppi vildu þó aðeins 2 bændur láta bólusetja, en þegar
til kom að farið var að framkvæma bólusetninguna varð
víst varla nokkur, sem ekki lét bólusetja hjá sér.
Gekk nú allur okkar tími í að búa til bóluefni og
dreifa því út, en jafnhliða því var haldið áfram bólu-
setningartilraunum á fé.
11. marz var fyrsta bóluefnið látið úti á nokkura bæi
til tilrauna, en almenn bólusetning byrjaði ekki fyr en
upp úr 28. maiz. Seinni hluti marzmánaðar og allur
aprílmánuður gekk í að búa til og útbýta bóluefni.
Hver kind var bólusett með 1 ccm af dauðu bóluefni
og voru fengnir til nokkurir menn í hverjum hreppi að
framkvæma bólusetninguna. Einfalt er að framkvæma
bólusetninguna, svo að hver maður sem hefir áhöld til
þess, og er vanur að bólusetja fyrir bráðapest, getur
auðveldlega gert það, því að þessi bólusetning er auð-
veldari, þar sem bóluefnið er lögur, sem notaður er
eins og hann kemur fyrir. Bóluefnið var afhent í 100,
125, 200 og 500 g. glösum, mest á 100 og 200 g.