Búnaðarrit - 01.01.1930, Page 240
232
BÚNAÐARRIT
ónæmið hafi annaðhvoit haldist árið, eða verið meðfætt.
hjá þessum ám.
Við höfðum ekki lagt trúnað á, að þessi veiki gæti
komið upp á bæ án þess að nokkuð dræpist. Til a&
athuga þann möguleika fórum við að Hvítárbakka og
sáðum þar út frá 40 ám hjá Guömundi bónda, sem
hafði sagt okkur, að íé hans hefði verið sérstaklega
óhraust, með hósta og vesaldarlegt, þrifist illa þrátt fyrir
ágæta fóðrun, héldi ekki holdum og væri kviðlaust, svo-
að sýnilegt væri, að töluvetður lasleiki væri í því. Ein
kind hefði veikst svo mikið, að hún hefði alveg hætt
að eta, og hefði þetta mjög líkst lungnabólgunni, en
henni hefði batnað og engin hefði drepist hjá sér. En
fé frá Þingnesi hafði verið hýst á Hvítárbakka skömmu
áður en veikin fór að drepa í Þingnesi, og upp úr því
heíði féð farið að verða lasið.
Við ræktunina fundum við lungnabólgusýklana hjá 2'
af þeim 40, sem við sáðum út frá. Sýnir þetta að þessi
veiki getur verið í fénu án þess að nokkuð drepist.
Ýmislegt um veikina. Þessi sjúkdómur er
áreiðanlega enginn nýr sjúkdómur. Lítur út fyrir að
hann hafi gert vart við sig hér og hvar um landið öðru
hvoru, en oft verið blandað saman við aðra sjúkdóma,
einkum lungnaorma. Mér vitanlega þekkist samskonar
fjársjúkdómur ekki erlendis, a. m. k. finnur maður þes&
ekki getið í þeim bókakosti, sem hér er völ á um þessi
efni, og starfsmenn við vísindalegu tilraunastöðvarnar í
dýralækningum í Edinborg og London, sem ég hitti að
máli í fyrrasumar, könnuðust ekki við þessa veiki. Að
sumu leyti svipar henni til „septichæmia hæmorrhagica",
en er að ýmsu leyti svo frábrugðin að það er sennilega
ekki sama veikin. En nógu nákvæmar rannsóknir á
sýklinum, sem þeirri veiki veldur, hefi ég ekki getað
fengið til samanburðar, en hefi hugsað mér að athuga
það erlendis í sumar.