Búnaðarrit - 01.01.1930, Blaðsíða 242
234
BÚNAÐARKIT
Svo er því að sjá sem veikin geti dtepið nautgripi,
en sé yfirleitt ekki nærri eins skæð þeim eins og sauðfé.
Útbreiðsla veikinnar. Mest brögð voru að
veikinni í Hvítársíðu. í hreppnum eru 16 bæir og á 14
af þeim bar meira eða minna á veikinni. í Siðumúla,
þar sem veikin drap svo margt í fyrravor, drápust 5
kindur í vetur og jafn margar á Gilsbakka, þar sem
líka bar á veikinni í fyrravor. Á báðum þessum bæjum
kom veikin í fyrravor ekki fyr en um sauðburð, svo að
sennilegt er að féð hafi ekki smitast þá allt, þar sem
búið var að sleppa því um það leyti sem sýkin kom
upp. Alls drapst í Hvítársíðuhreppi 151 kind í vetur úr
veikinni, flest á Þórgautsstöðum, þar sem bóndinn missti
28 af 300. Tiltölulega flest drap3t í FJjótstungu, nefnil.
17 af 137 eða 12,4°/o af fé á sýkingaraldri. Samkvæmt
skýrslunum sem við fengum, hefir veikin að meðaltali
drepið 4,6°/o af fé á sýkingaraldri, þar sem hún hefir
komið upp í Mýrasýslu, en 5°/o í Borgarfjarðarsýslu.
Tiltölulega mest hefir hún drepið í Hjörsey, 14,7°/«.
Hér við er þó það að athuga, að skýrslurnar eru gefnar
af fólkinu á hverjum bæ, og því engan veginn nægilega
áreiðanlegar. Sumir hafa t. d. gefið upp að hafa misst
1 kind eða 2 af stórum fjárhóp, án þess að hafa at-
hugað nánar úr hverju. Þar sem fleira hefir drepist úr
veikinni, mun ekki þurfa að rengja skýrslur fólksins, en
miklu hæpnara að treysta þeim, þar sem aðeins hefir
drepist 1 eða 2 kindur. Óhætt mun því að reikna með
því, að veikin hafi drepið fleira að meðaltali en skýrsl-
urnar sýna. Býst ég við að reikna megi með að hún
drepi upp og niður nálægt 6—7%> af fé á sýkingaraldri
(því sem er tveggja vetra og eldra).
Eftirtektarvert er það, að í þeim hreppi, sem verst
fer út úr veikinni í vetur, neínil. Hvitársiðunni, hefir
veikin komið upp á 2 bæjum í fyrravor. Út frá þeim
virðist hún hafa dreifst um allan hreppinn, svo að ein-