Búnaðarrit - 01.01.1930, Page 246
238
BÚNAÐARRIT
hún verði búin að kvista næmustu kindurnar úr um
það leyti, sem bóluefnið er farið að verka verulega.
Eftir bólusetningu hefir veikin gert vart við sig á
þessum bæjum:
í Efranesi í Stafholtstungum höfðu 14 drepist af 15,
sem veikst höfðu. Eftir bólusetninguna veiktust 3 ær
fyrstu vikuna, en batnaði öllum.
Á Lundurn í Stafholtstungum drapst 1 kind, sem
hafði verið mjög lítilfjörleg, 12 dögum eftir bólusetningu.
14 höfðu drepist áður.
Á Orund í Skorradal kom veikin upp 4 dögum eftir
bólusetningu. Drapst þá 1 ær úr svæsinni lungnabólgu.
Yar þá fengið bóluefni til endurbólusetningar og drapst
engin síðan.
í Máfalúíð í Lundareykjadal komst féð saman við
féð frá Hesti, þar sem 21 kind drapst í vetur úr veik-
inni. 27. apríl sýkist 1 ær í Máfahlíð og drepst, hálfum
mánuði eftir bólusetningu. Var þá bólusett aftur og
drapst engin úr því.
Á Sámsstöðum í Hvítársíðu drap3t 1 kind (mjög lítil-
fjörleg) eftir að féð hafði legið úti 2 daga í kulda
og byl.
Á Beigalda í Borgarhreppi veiktist féð um 21. apríl,
viku eftir bólusetningu, (Samgangur við fé frá Ölvalds-
stöðum, þar sem veikin kom upp í vetur) Á einum
12 kindum sást lasleiki og listarleysi og oin drapst..
Ein önnur hafði orðið mikið veik, en öllum batnaði
fljótt aftur, nema þeirri einu sem drapst.
Á öðrum bæjum veit ég ekki til að veikin hafi gert
vart við sig, og hefi ég þó haft stöðugar spurnir aí
veikinni. Þegar þetta er skrifað, þann 10. maí, er mér
ekki kunnugt, um, að neinstaðar hafi borið á veikinni.
Engin ástæða er ti! að ætla, að veikin hafi dáið út
af sjálfu sér. Upp úr sumarmálunum mátti einmitt
búast við verulegri útbreiðslu á veikinni, því að þá var
víða búið að sieppa fó, þegar kuldakastið kom. En ekki