Búnaðarrit - 01.01.1930, Síða 251
BtJNAÐ A.RRIT
243
í síðasta árg. „Búnaðarritsins1*, bls. 341, er sýnt
hvernig starfað hafði verið að jarðabótum frá því jarð-
ræktarfélögin komu til framkvæmda og til ársloka 1927.
Skulu hér sýndar samtölur þess, og bætt við því, sem
kom á skýrslu sl. ár:
J)agsverk Utb. Dags-
Mœlt Félög Styrkþegar samkv. styrkur verk
II. kalla kr. alls
1925—’28. . 176-204 1584-3641 909535 913610 1517000
’29. . 214 4931 487660 487000 698000
AÍÍs~.. 1397195 1400610 2215000
Auk styrksins, sem hér er talinn, og runnið hefir til
einstaklinganna, hefir styrkurinn til hreppabúnaðarfélag-
anna numið sem næst:
Árið 1928 .......... 18718 krónum
— 1929 .......... 25632 —
Eða bæði árin . . . 44350 krónum
Tölurnar sýna að jarðabæturnar, sem mældar voru
1929, samkv. II. kafla, eru meira en */* a^ra Þeirra
jarðabóta, sem unnin hafa verið síðan jarðræktarlögin
gengu í gildi, en aðgætandi er að í fyrra mátti mæla
allar jarðabætur (nema sáðsléttur), sem fullgerðar voru
þegar mæling fór fram, en áður mátti ekkert mæla af
jarðabótum, sem unnar voru á því ári sem mælt Yar.
Hinsvegar er þó þess að geta, að dagsverkið var stækkað
nokkuð frá því sem áður var í nokkrum almennustu jarða-
bótunum. Er því hér um mikla og gleðilega framför að
ræða, er sýnir vaxandi áhuga og atorku bænda, og er
vonandi að þessu fari svo fram eftirleiðis.
Auk þess styrks sem að framan er talinn, hafa greiðst
í Verkfærakaupasjóð 2 síðustu árin 10 au, á hvert unnið
dagsverk, eða
Árið 1928 .......... 49918 krónur
— 1929 .......... 69800 —
Alls 119718 krónur
og þar við bætist fasta tillagið úr ríkissjóði, 20000 kr.
á ári.