Hlín - 01.01.1917, Page 12

Hlín - 01.01.1917, Page 12
io Hlin Lagabreytingar. Breytingartillögur við lögin skulu komnar til stjórnar- innar 4 mánuðum fyrir ársfund. Stjórnin tilkynnir fjelögum og fjelagasamböndum, sem í S. N. K. eru, tillögurnar fyrir árstund, ef hægt er. Ef 2/3 mættra fulltrúa gefa þeim atkvæði sitt á ársfundi, verða þær að lögum. Fundargjörð. Með því kvennafundurinn á Akureyri 1914 markar stefnu Sambandsfjelagsskaparins norðlenska, sem af er, leyfum vjer oss að birta þá fundargerð í heild: Kvennafundur fyrir Norðurland var haldinn á Akureyri 17.—21. júní 1914. Á fundinum mættu 17 konur úr Þingeyjarsýslu, 26 konur úr Eyjafjarðarsýslu og 30—40 konur úr Akureyrarkaupstað. Fundinn sátu að jafnaði 60—70 konur. Halldóra Bjarnadóttir, forstöðukona barnaskólans, setti fundinn í umboði þeirra kvenna, er boðað höfðu til fundarins. Kosin fundarstýra: Anna Magnúsdóttir, Akur- eyri. Skrifarar: Vjedís Jónsdóttir og Rannveig H. Líndal. Þessi mál voru á dagskrá fundarins: 1. GarÖyrkja. Framsögu hafði: Rannveig H. Líndal. í þessu.máli voru samþyktar svohljóðandi tillögur: 1. „Fundurinn skorar á norðlenskar konur, að þær vinni að því af fremsta megni, að komið verði upp mat- jurtagarði ásamt trjáreit á sem flestum heimilum, af því vel stunduð garðyrkja er til nytsemdar og prýði á hverju

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.