Hlín - 01.01.1917, Page 13

Hlín - 01.01.1917, Page 13
Hlin 11 heimili, og umsjón hennar og útbreiðsla ætti sjerstaklega að vera hlutverk konunnar.“ II. „Fundurinn skorar á konur á Akureyri að hlynna að og styrkja Lystigarð bæjarins með því annaðhvort að taka reiti til umhirðingar eða vinna þar dagsverk ókeyp- is.“ (30 konur buðust þegar til að taka að sjer vinnu í garðinum.) III. „Fundurinn skorar á Ræktunarfjelag Norðurlands að Jilutast til um, að kona sú, er hefur styrk frá fjelag- * inu til garðyrkjunáms erlendis, í því skyni að taka að sjer garðyrkjuna við Tilraunastöð fje'lagsins, verði að loknu námi fengin til að leiðbeina konum norðanlands í garðyrkju og meðferð matjurta til manncldis." Þennan dag skoðuðu fundarkonur Lystigarðinn, Trjá- ræktarstöðina og Tilraunastöð Ræktunarffelagsins. 2. Mentamál kvenna. Framsögu hafði: Unnur Jakobsdóttir, Hólum. Umræður lutu aðallega að verklegri mentun kvenna, með því almennur kennarafundur var haldinn síðar sama dag. Svohljóðandi tillögur voru samþyktar í málinu: I. „Fundurinn leggur það tif, að 7 kvenna nefnd verði kosin til að undirbúa húsmæðraskólamálið rækilega fyrir Alþingi 1915.“ II. „Fundurinn leggur til, að hver sýsla á Norðurlandi og Akureyrarkaupstaður kjósi eina konu í nefndina, sem starfar að húsmæðraskólamálinu." 3. Hjúkrunarmál ug sjúkrasamlög. Framsögu höfðu: Anna Magnúsdóttir og Sigríður |óns- dóttir, Akureyri. „Fundurinn skorar á norðlenskar konur að beita sjer eftir megni fyrir hjúkrunar- og sjúkrasamlagsmálinu og reyna að koma því til leiðar, að lærð hjúkrunarkona verði í hverri sveit.“

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.