Hlín - 01.01.1917, Page 48

Hlín - 01.01.1917, Page 48
46 Hlirr þetta tiltekið til dæmis um hve margháttaðar sóttir geta kvíslast út frá einni. En ástæðurnar til faraldursins eru þær, að bakteríur þær, sem valda fingurmeinum, geta valdið margskonar annari bólgu og ígerðum víðsvegar í líkamanum, en hinsvegar geta fingurmein hlotist af sýk- ingu af bakteríum, er stafa úr bólguígerðum annarstað- ar. — Slíkar bólgufarsóttir geta komið upp á hverju heimili, en magnaðastar verða þær venjulega þar sem mjög er áfátt þrifnaði og óvarlega farið með útferð úr sárum. A fiskiskipum kemur það mjög oft fyrir, að hver af öðrum fá fingurmein, kýli og ígerðir. Þar er það mik- ið að kenna því, að hásetar eiga mjög erfitt nreð að gæta þrifnaðar. Bæði ern káeturnar þröngar, dinrmar og sjaldan ræstar senr skyldi, og þar á ofan bætist að vatn til þvotta er af mjög skornum skamti, en sjórinn ekki hentugur til húsræstingar. Auk þess er höndunr sjó- mannanna hætt við sprungum og kumlunr. — Áður fyr voru sjúkralrús illræmd fyrir það, hve bólga og ígerðir voru algengar eftir alla holskurði. Þá vissu nrenn ekki af hverju það stafaði. Nú vitunr við að það var að kenna ígerðarbakteríunr, senr nrenn þá kunnu ekki að varast. En nú kunnum við að koma þeinr fyrir kattarnef með sótthreinsunarlyfjum og ítarlegu hreinlæti. í öllum greftri og útferð úr sárunr úir og grúir af ígerðarbakteríum. Þess vegna verður að fara jrrifalega með alt það sótt- næmi. Umbúðir, senr ataðar eru af útferð, þarf annað- hvort að brenna eða leggja í bleyti í sótthreinsunarlyfi, t. d. kreoh'nvatni eða kresólsápulegi (3%) og síðan sjóða, og sá sem leysir til sára og ígerða, þarf að viðhafa nresta hreinlæti og þvo sjer um hendur á undan og eftir úr sótt- hreinsunarlegi. Sjúklingurinn þarf að sofa sjer í rúmi, snerta sem minst við öðrum og ekki fást við matreiðslu; en mikil vörn er það að hafa góðar umbúðir um sárin. Að afstöðnum veikindunum er best að láta sótthreins- unarmann sótthreinsa heimilið með fyrirsögn læknis. Maga- og garnakvef er algeng næm veiki, en jrað er

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.