Hlín - 01.01.1919, Side 11
Hlin
11
Þá vom á nokkrum stöðum til gömul fjelög í hrepp-
unum, t. d. máll'undafjelög. Voru þau sum lítt starfandi
nú, en áttu sína sögu og voru skipuð góðum mönnum,
konum og körlum. Þótti þeim sem þarna kæmi sjer nýr
aflvaki og áformuðu að taka á stefnuskrá sína áhuga-
mál S. N. K. Má okkur vænt um þykja, hvað'an sem gott
kemur, einungis að það nái fram að ganga, sveitinni
og landinu í lieild til gagns. Menn eru yfirleitt smeyk-
ir við að tildra upp mörgum fjelögum í fámennum
sveitum af þeirri eðlilegu' ástæðu, að mannval er ekki
til að veita þeim forstöðu, svo störfin lenda mikið til
á þeim sömu, en það dreifir kröftunum og þreytir að
óþörfu.
Ættu ekki fjelogin, þó þau hafi eitthvert ákveðið aðal-
markmið, að geta beitt sjer fyrir fleiri framkvæmdum til
framfara? Það er ekki æfinlega þörf á fjárframlögum, ef
sjóður er stofnaður í ákveðnum tilgangi, en að eiga for-
göngu að málunum, hafa vakandi auga á hvað þurfi að
gera að ráðgast um hvernig eigi að gera það, og hefj-
ast svo handa, það er það, sem öll góð og gagnleg fje-
lög eiga að gera. Fjelögin hafa álit og traust almennings
af því þau hafa látið gott af sjer leiða, og standa því
sjerstaklega vel að vígi með að hlutast til um fram-
kvæmdir. Tillögum þeirra og tilmælum til almennings og
stjórnarvalda er jafnan nokkur gaumur gefinn — og þó
ekki falli trje við fyrsta högg, er ekki vert að lirtast eða
leggja árar í bát. Bjartsýni og þolgæði í fjelagsskap eru
gullvægir eiginleikar. Einna tilfinnanlegastur þröskuldur
á vegi fjelagsskaparins í sveitunum er fundahúsleysið.
Tiltölulega fáar sveitir eiga fundahús, en margar hafa nú
í hyggju að byggja, er um liægist. — Á meðan ættu kon-
ur að taka upp sið fjelagssystra sinan í Suður-Þingeyjar-
sýslu, að hafa með sjer til fundanna smurt bráuð, eitt-
livað af kaffibrauði og kaffi, er þær fá hitað á staðnum.
Hafa þær svo fjelagsbú um þetta. Er það mun frjálslegra