Hlín - 01.01.1919, Síða 13

Hlín - 01.01.1919, Síða 13
Hlin 13 jafnan 2 fulltrúar úr hverri sýslu á fund. Gerðu þeir eftir á grein fyrir ferð sinni heima í hjeraði, svo konum frá öllum fjelögum gæfist kostur á að kynnast starfinu og taka þátt íþví. Jeg hef hinar bestu vonir um framgang þessa máls á næstu árum. Enginn sá eftir að leggja á sig auka- gjaldið (20 aura), sem frumvarpið til sýslusambandslag- anna gerir ráð fyrir að goldið sje af hverjum fjelaga. Um stefnu og störf fjelaganna er það að segja, að þau færast smásaman í áttina að hugsjónum S. N. K., enda eiga þau mál, er það beitir sjer fyrir, erindi til hvers heimilis, og engu fjelagi er ofvaxið að vinna eitt- livað fyrir þau, hversu fátækt og fámennt sem það er. Enda jeg svo línur þessar með bestu óskum til kven- I jelaganna víðsvegar um Norðurland, þakka þeim góðar viðtökur og vona og óska, að þau megi bera gæfu til að starfa sem mest og best landi og lýð til blessunar. Halldóra Bjarnadóttir. Skýrslur frá félögum. Kvenfjelag Svalbarðsstrandar. Þess er stundum getið í gömlum sögúm, að menn ljetu sjer ekki nægja að segja til nafns síns að eins, er þeir hittust, heldur sögðu einnig brot úr æfisögu sinni. Þessa aðferð virðist S. N. K. hafa tekið ttpp. Flest fje- lögin í Sambandinu hafa nú skýrt frá stofnun sinni og helstu störfum, og af því mjer finst þetta góður siður,

x

Hlín

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.