Hlín - 01.01.1919, Page 14
14
Hlin
hef jeg ekki viljað, skorast undan beiðni forstöðukonu
Sambandsins, að segja í fám orðum æfiferil Kvenfjelags
Svalbarðsstrandar, þó hann sje hvorki langur nje fræki-
legur.
Kvenfjelag Svalbarðsstrandar var stofnað þann 17. mars
1901 af 7 konum. Það var því likast, að forgöngukon-
urnar væru hálfhræddar við þessa nýbreytni og þyrðu
ekki að liafa hátt um sig, hafa líklega óttast að fjelagið
kynni að kafna í fæðingunni. Svo varð þó ekki, og á næsta
fundi gengu 11 konur í fjelagið. Síðan hefur fjelagatalan
verið lík', hæst nú 21.
Stefnuskrá fjelagsins er að efla fjelagsskap og samvinnu
meðal kvenna og ræða og styrkja eftir föngum ýmis þarf-
leg mál.
Það gefur að skilja, að svo fáment fjelag hefur ekki
getað látið mikið til sín taka. Eitthvert fyrsta verk fje-
lagsins var að gangast fyrir því, að prjónavjel fengist í
sveitina. Þar hafði engin verið áður. Tvisvar hefur það
komið á fót saumaskóla fyrir unglingsstiilkur. Það gekst
og íyrir hússtjórnarnámsskeiði á Svalbarðseyri 1913.
Þrisvar hefur það komið á iðnsýningum í sveitinni, ým-
ist eitt eða ásamt Ungmennafjelaginu. Sveitablaði hjelt
það úti í mörg ár. Dálitla gróðrarstöð á það í fjelagi við
Ungmennafjelagið og hefur lagt vinnu og fje þar í.
Ofurlítið fje lagði það eitt sinn til vegagerðar í hreppn-
um. 1917 stofnaði Kvenfjelagið sjúkrasjúð, sem á sínum
tíma skal verja til að styrkja fátæka sjúklinga í Svalbarðs-
strandarhreppi.
Ýms Jjarlleg mál hefur fjelagið haftá dagskrá, þó fram-
kvæmdir hafi orðið litlar, t. d. hjúkrunarmál, uppeldis-
mál, iðnaðarmál, fátækraframfærslu, sunnudagahelgi, hús-
lestra, stofnun K. F. U. M. o. fl.
Fjelagið hefur venujtdega reynt að gleðja einhvern fá-
tækling með lítilsháttar fjárstyrk árlega.
S. Þ.