Hlín - 01.01.1919, Síða 17
Hlín
17
voru gerðar suður í Sviss á heilsuhælum, sem liggja uppi
á háfjöllum, mörð þúsund fet yfir sjávarmáli. Þar er
sólarbirta rnikil og heiðríkja og andrúmsloftið þunt og
tært. Lækningarnar tókust svo vel, að þangað streymdu
nú berklasjúklingar úr öllum áttum. Einkum gafst að-
ferðin vel við útvortis berkla, sem áður þurfti að beita
við hnífnum, eins og við berkla í eitlum, liðamótum,
beinum og hörundi. Varð þetta til þess, að sáralæknar
fóru að slíðra hnífa sína, þegar um berkla var að ræða,
en sendu heldur sji'iklingana til sólheima suður í Sviss.
Það var kunnugt áður, að kirtlaveiki á börnum batn-
aði betur á sumrin í sólskini en í skammdegi vetrar. Og
sum barnahæli, sem lágu við sjó, eins og á Norður-Frakk-
landi og í Danmörku, t. d. Refsnæs-hælið, höfðu lengi
haft gott orð á sjer fyrir hve kirtlaveiki barna læknaðist
vel, án skurðlækninga. Þetta var aðallega þakkað sjávar-
loftinu, sem væri svo heilnæmt börnunum. Nú halda
menn, að það sje fremur að þakka sólarljósinu, sem við
endurkast frá sjávarfleti verður kröftugra en ella.
Nú þótti mörgum það galli á gjöf Njarðar, að geta
ekki notað sólarljósið sjer til gagns, nema uppi á há-
fjöllum og þá lielst suður í löndum, eða þá út við sjó
á sólríkum stöðum. Það var þá ekki um annað að gera
fyrir Norðurlandabúa og aðra, sem áttu við daufa sól
og skýjaðan himinn að búa, en að útvega sjer nýja sól,
jafn álnifamikla og þá suður i Sviss. Þetta sýnist nú í
fljótu bragði jafnviturlegt og ef Hornfirðingar færu að
afsegja sinn Hornafjarðarmána og fá sjer nýjan í staðinn.
Samt tókst þetta furðanlega og voru það danskir lækn-
ar, lærisveinar Finsens, þeir Reyn og Ernst, sem sýndu
fram á, að í stað sólarinnar má með öldungis eins góS-
um árangri og ef til vill betri, nota geisla lrá sterkum
rafljósalömpum, til að lækna með berkla. Afarbjörtum
rafljósum er beint á sjúklingana, sumpart á allan likani-
ann allsnakinn og sumpart á sjúku líkamshlutina. Sjúkl-