Hlín - 01.01.1919, Síða 18

Hlín - 01.01.1919, Síða 18
18 Hlin ingarnir eru geislaðir þessu skæra ljósi, stundum margar klukkustundir í senn, og er farið gætilega í byrjun, með- an þeir eru að venjast ljósáhrifunum. Hörundið dökknar við þetta, eins og þegar menn verða útiteknir, og eftir nokkurn tíma getur hörundið á sumum orðið jafnbrúnt og á blökkumönnum heitu landanna. Nú skilja menn hvers vegna sumir Adamssynir urðu blakkir á hár og hörund. Þegar hörundið og berklameinin verða dag eftir dag fyrir þessum sterku rafljósageislum, verður sami árang- ur og þar sem sólarljósið hefur gefist best. Eftir vissan tíma bregður við, meinin hjaðna og sárin gróa — ef ekki er því verra ástandið. Það má. segja, að sum bólgumein- in þorni upp eins og dögg fyrir sól. Bein, sem voru að grotna í sundur, fá aftur í sig festu og graftarútferðin hættir. Graftrarhol og graftrargangur í holdi og beinum, sem máske mánuðum saman vildu ekki gróa, sár, senr daglega rann úr gröftur og daglega þurfti að ræsta og um að binda, — alt þetta batnar og grær, svo að lítil eða engin ör verða eftir. Þegar nú þess er gætt, að við þessi berklamein þekt- ist áður engin betri lækning en skurðlækning, sem hafði venjulega í för með sjer líkamslýti og limlestingar, þá munu flestir skilja, hve velkomin geislalækningin er, bæði læknum og sjúklingum. Við berklameinin þurfti oftast nær róttæka skurði, sem námu burtu alt sem veikt var. Þannig þurfti oft að taka af heila limi, eða eigi minna en parta úr limum og liðamót, svo að mikil örkuml fylgdu. Með geislalækningum tekst nú venjulega, ef ráð er í tíma tekið, að koma í veg fyrir slíkar limlestingar. Þess vegna er þeim fagnað í öllum löndurn og það sjúkra- hús getur ekki lengur viðunandi kallast, sem ekki hefur ljóslækningatæki. Sigurður yfirlæknir á Vífilstöðum var fljótur að skilja þýðingu þessarar lækningaaðferðar. Það eru nú rúm 21/4 ár síðan hann pantaði ljóslækningatæki handa hælinu.

x

Hlín

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.